Fríða Kristín Gísladóttir listmálari

14. júlí 2019

Fríða Kristín Gísladóttir listmálari

Fríða Kristín GísladóttirFríða Kristín Gísladóttir listmálari opnar sýninguna “Ljósið líkamnað” á mánudaginn 15. júlí, í Háteigskirkju Gallerí Göngum, frá kl. 17 - 19, en þann dag verður hún sextug. Það er því gott tilefni til að fagna. Fríða hefur haldið fjöldan af einka- og samsýningum og unnið við málverkið í að verða 20 ár. Hún byrjaði ferilinn kornung, aðeins 16 ára, með því að mála á 200 metra vegg gamla Ísbjarnarins á Seltjarnarnesi þar sem hún ólst upp frá 9 ára aldri. Siðan lá leið hennar í Mynd og Handíðaskólann og svo þaðan út í heim þar sem stefnan var tekin á fatahönnun og svo módelstörf og liststjórn.

Verkin á sýningunni eru að mestu unnin á þessu ári, því verk hennar eru nú þegar komin á ýmsa áfangastaði út um allan heim. Nýverið fékk hún birt verk i timaritinu “New Observations” í New York (sem fer á öll helstu söfn og listaskóla og er styrkt af Harward) ásamt heimsfrægum listamönnum. Verk hennar verða bráðlega til sölu í tónheilunarhofi í Bandaríkjunum. Einnig er hún með sýningu hjá Systrasamlaginu og í Kaliash í Hafnafirði og verður með á samsýningu í Zürich í Swiss í ágúst á þessu ári. Fríða rekur ásamt þrettán öðrum listamönnum galleríið ART67 á Laugavegi 61.

Um verk Fríðu

Verk Fríðu eru Niðurhal Ljóssins. Listamaðurinn málar í hugleiðslu þar sem hún tengir við æðri vitund, með óttalausum ásetningi um að hlaða niður Ljósinu, leyfir hún alheimskærleikanum að flæða í gegnum hendur sínar. Útkoman er birtingarmynd Ljóss og Ljósvera á striga. Tilgangurinn er að veita áhorfandanum hátíðnis upplifun og vellíðan.
Friða er einnig undir áhrifum frá náttúrufyrirbrigðum eins og norðurljósum og fossum.

Um sýninguna “ Ljósið líkamnað”

Þá lýsa þessi orð best þeim hughrifum sem málverkinu er ætlað að framkalla. Með ögrandi litasamsetningum og litablöndum þar sem listamaðurinn hefur ögrað sér í litavali og farið vel út fyrir þægindaramman. Við það verður til sköpun sem hrópar á viðbrögð frá áhorfandanum.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Viðburður

  • Viðburður

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta