Kirkjuvinir í grasrótinni

12. ágúst 2019

Kirkjuvinir í grasrótinni

Gísli Magna og Anna Sigga í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Vinir og velunnarar Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hafa skipulagt tónleikaröð í kirkjunni henni til styrktar. Hljómburður í kirkjunni er afar góður og nýtur því öll tónlist sín þar ákaflega vel.

Þau sem hafa verið í forystu vinafélags kirkjunnar eru Jósep Gíslason, Valdís Inga Valgarðsdóttir, Alexandra Chernyskova og Ásta Jenný Magnúsdóttir. Jón Valgarðsson, formaður sóknarnefndar, hefur og verið félaginu innanhandar. Stofnaður var sérreikningur og allur ágóði af tónleikunum rennur í hann. Fénu verður svo varið til að kosta margvíslegt viðhald á kirkjunni. Það kostar kr. 1.500 inn á tónleikana og listamenn sem þar koma fram gefa vinnu sína.

Óhætt er að segja sú kirkja sem á slíka vini og velunnara sé í góðum höndum. Það er mikilvægt að draga fram fórnfúst starf þeirra bæði í þakklætisskyni og til þess það verði líka öðrum hvatning sem vilja gera kirkju sinni vel.

Þessir vinir kirkjunnar í Saurbæ hafa svo sannarlega ekki setið auðum höndum. Þeir skipulögðu átta tónleika og voru þeir fyrstu haldnir í maímánuði síðastliðnum og þeir sjöundu voru í gær.

Tíðindamaður kirkjan.is sótti tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í gær, sunnudaginn 11. ágúst. Það voru þau Anna Sigga Helgadóttir og Gísla Magna Sigríðarson sem sáu um dagskrána. Anna Sigga er kröftug söngkona og Gísli Magna lék undir á orgel – hann er stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur. Anna Sigga söng kunn gospellög og lög við sálma sr. Hallgríms Péturssonar. Sum laganna við lög sr. Hallgríms hafði Gísli Magna samið og önnur Sigurður Sævarsson.

Þetta voru ljúfir og fallegir tónleikar, slakandi og það var mikil hvíld í að hlýða á samspil þeirra Önnu Siggu og Gísla Magna.

Tónleikarnir voru vel sóttir.

Síðustu tónleikarnir verða svo þann 25. ágúst. Þá munu þær Halldóra Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir flytja ljóðatónlist við píanóleik Gerrit Schuil. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.

Hallgrímskirkja í Saurbæ er sóknarkirkja Saurbæjarsóknar í nýstofnuðu Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Sóknin er fámenn, telur tæplega eitthundrað manns. Kirkjan er vegleg og fallegt guðshús reist 1957 til heiðurs sálmaskáldinu, sr. Hallgrími Péturssyni, sem samdi meðal annars Passíusálmana í Saurbæ á árunum 1656-1659.

Facebókarsíða tónleikaraðarinnar ber nafnið: Tónleikar til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði.

Eða: https://www.facebook.com/saurbaer/

Sem fyrr segir rennur allur ágóði af tónleikahaldinu til styrktar staðnum. Þau sem ekki eiga þess kost að sækja tónleikana geta ef þau vilja styrkt málefnið og lagt inn á reikning tónleikaraðarinnar: 0552-14-100901. Kt. 590169-2269.
.

Jósep Gíslason og Valdís Inga Valgarðsdóttir hafa skipulagt tónleikaröðina
í Hallgrímskirkju í Saurbæ ásamt fleirum

Hallgrímskirkja í Saurbæ er glæsilegt hús, vígð 28. júlí 1957

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Frá Egilsstöðum - Egilsstaðakirkja
07
des.

Líf og fjör

Söngur er ómissandi...
Vasklegur aðventuhlaupa- og gönguhópur - Steinþóra tekur sjálfu
07
des.

Hlaupið á aðventu

... vel heppnað samspil kirkju og samfélags
Hér heldur formaður sóknarnefndar á fjólubláa höklinum, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir. Frá vinstri: Hjónin Gert Madsen og Elín, sr. Erla og sr. Fritz
06
des.

Stutta viðtalið: Veflistakona og kirkjan

„Ég hanna allt sjálf og teikna,“ segir Elín hress í bragði