Hestakerra verður „kirkja“

14. ágúst 2019

Hestakerra verður „kirkja“

Jónína Sif Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri ÆSKÞ

Kirkjan.is hitti framkvæmdastjóra ÆSKÞ fyrir skömmu en hún heitir Jónína Sif Eyþórsdóttir og hefur aðsetur í Neskirkju.

Jónína Sif er með BA-próf í sagnfræði og hefur auk þess MA-próf í blaða- og fréttamennsku. Hún er í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri ÆSKÞ en vinnur svo á móti við hestaleigu hjá fyrirtækinu reiðtúr.is. Hún hóf þátttöku í kirkjulegu starfi í Hjallakirkju þegar sr. Íris Kristjánsdóttir var þar prestur.

ÆSKÞ eða Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar sem skammstöfunin stendur fyrir hefur tekið með virkum hætti í gleðigöngunni (GAY PRIDE) í ágústmánuði undanfarin ár. Svo verður einnig nú. Þátttakan felst meðal annars í því að aka í vagni, reyndar hestakerru sem á er kirkjugafl, með tilheyrandi látbragði og gleðibrag, í hinni miklu gleðifylkingu. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 14.00, laugardaginn 17. ágúst. Hér hefur semsé hestakerru verið breytt með hugvitsamlegum hætti í „kirkju“

Hér er verið að vinna að því að breyta hestakerrunni fyrir gleðigönguna

Þau sem taka þátt í viðburðinum á vegum ÆSKÞ eru æskulýðsleiðtogar, prestar og djáknar. „Með hverju ári hefur þátttakan aukist,“ segir Jónína Sif ánægð á svip og bætir við að: „Markmiðið er að sýna málstað samkynhneigðra og hinsegin fólks samstöðu með þessum hætti. Kirkjan á ekki að láta sitt eftir liggja í þessu efni.“

Yfirskrift ÆSKÞ í gleðigöngunni er þessi:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Þetta er náttúrlega tvöfalda kærleiksboðorðið sem flestir kannast við.

Og unga fólkið bætir við að sögn Jónínu Sifjar:

„Við eigum að elska okkur sjálf og hvort annað og taka á móti einstaklingnum eins og hann er. Við eigum að vera opin fyrir fjölbreytileika mannslífsins og sköpuninnar. Kirkjan er ekki lokað hús, hún er opin, hún er fyrir alla, hún er svona og hún er hinsegin. Kirkjan á að koma til fólksins. Kirkjan er ekki föst heldur flæðandi og fjölbreytileg eins og samfélagið sem við lifum í.“

Nánar verður sagt frá þessum viðburði á kirkjan.is um næstu helgi þegar gleðihátíðin nær hámarki.

Kirkjunnar fólk sem vill styðja við málstaðinn er hvatt til að taka þátt í gleðigöngunni og ganga þar undir merkjum kirkjunnar sem æskulýðurinn heldur hátt á lofti.

 

Lífleg auglýsing

Ekkert gefið eftir! Hestakerra verður „kirkja“
- sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Daníel Ágúst Gautason
láta hendur standa fram úr ermum
  • Æskulýðsmál

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Frá Egilsstöðum - Egilsstaðakirkja
07
des.

Líf og fjör

Söngur er ómissandi...
Vasklegur aðventuhlaupa- og gönguhópur - Steinþóra tekur sjálfu
07
des.

Hlaupið á aðventu

... vel heppnað samspil kirkju og samfélags
Hér heldur formaður sóknarnefndar á fjólubláa höklinum, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir. Frá vinstri: Hjónin Gert Madsen og Elín, sr. Erla og sr. Fritz
06
des.

Stutta viðtalið: Veflistakona og kirkjan

„Ég hanna allt sjálf og teikna,“ segir Elín hress í bragði