Sr. Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur

30. ágúst 2019

Sr. Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur

Sr. Þráinn Haraldsson

Kjörnefnd Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalls hefur valið sr. Þráin Haraldsson sem sóknarprest úr hópi umsækjenda um prestakallið.

Sr. Þráinn hefur verið starfandi prestur við Garðaprestakall á Akranesi frá árinu 2015 og settur sóknarprestur þar frá því í desember í fyrra og sömuleiðis í hið nýja prestakall, Garða-og Hvalfjarðarstrandarprestakall, frá því í vor.

Sr. Þráinn er fæddur 29. maí 1984 og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2004; sama ár lauk hann 6. stigi í einsöng frá söngskólanum í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, síðar prófi frá Endurmenntun H.Í., í sálgæslu barna og unglinga. Þá stundaði hann nám við Misjonshøgskolen 2014-2015.

Hann var vígður í Dómkirkjunni í Reykjavík til prestsþjónustu í Noregi og gegndi henni þar á árunum 2011-2015.

Sr. Þráinn á fjölbreytilegan feril að baki í kristilegu starfi bæði hér heima og í Noregi.

Kona sr. Þráins er Erna Björk Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn.

Umsóknarfrestur rann út 25. júní s.l.

Biskup Íslands mun skipa í embættið í samræmi við niðurstöður kjörnefndar.

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut