Kirkja og íþróttir

20. október 2019

Kirkja og íþróttir

Sr. Grétar Halldór ávarpar söfnuðinn - félagsfáni Fjölnis til hægri

Grafarvogssókn er stærsta sóknin á landinu og þar er líka starfandi fjölmennasta íþróttafélag landsins, Ungmennafélagið Fjölnir sem stofnað var 1988.

Það er vel til fundið að kalla kirkju og íþróttafélag saman. Hvort tveggja eru mannræktarfélög en vissulega þó með ólíkum áherslum í ýmsu.

Í morgun var efnt til svokallaðrar Fjölnismessu í Grafarvogskirkju. Vel á annað hundrað manns komu til kirkju og voru margir í íþróttatreyjum Fjölnis, gulum og bláum búningum. Ungmenni úr Fjölni lásu ritningarlestra og fluttu hina almennu kirkjubæn.

Í guðsþjónustunni fór fram samtal milli prestsins, sr. Grétars Halldórs Gunnarssonar, og formanns Fjölnis, Jóns Karls Ólafssonar. Þar kom fram að tengsl íþróttafélagsins Fjölnis og kirkjunnar hafi alltaf verið góð. Fólk í Grafarvogshverfi geri sér fullkomlega ljóst að stuðningur þessara félaga við menningu og vöxt hverfisins sé gagnkvæmur og skarist í mörgum efni.

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson sagði þetta vera í þriðja sinn sem guðsþjónusta af þessu tagi væri höfð um hönd í kirkjunni og hann var mjög ánægður með þátttökuna.

Í lokin var öllum boðið upp á hressingu, kaffi, djús og kleinu.

Víða um land eru öflug íþróttafélög sem eru sum hver í tengslum við kirkjuna en önnur ekki. Það er umhugsunarefni hvernig efla skuli tengsl kirkjustarfs og íþrótta því margt er þar sameiginlegt og þó verður vitaskuld að gæta þess að skyggja ekki á markmið hvors um sig - virða sérstöðuna. En mannræktarstarf fer fram hjá báðum - um það efast enginn.

Sjá heimasíðu Grafarvogskirkju hér.

Sjá heimasíðu Fjölnis hér.

Grafarvogskirkja var vel sótt í morgun

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut