Nýr prestur í Laufásprestakalli

21. október 2019

Nýr prestur í Laufásprestakalli

Sr. Gunnar Einar SteingrímssonUmsóknarfrestur um Laufásprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjaprófastsdæmi, rann út 2. september s.l. Kjörnefnd valdi sr. Gunnar Einar Steingrímsson sem næsta sóknarprest prestakallsins.

Sr. Gunnar Einar Steingrímsson er fæddur á Akureyri 18. desember 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1994, BA-gráðu í guðfræði frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri 2007, og djáknaprófi frá Háskóla Íslands 2008.

Sr. Gunnar var vígður sem djákni í janúar 2009 til Grafarvogssóknar.

Hann lauk guðfræðiprófi, cand. theol., frá guðfræðideild Óslóarháskóla (TF) í júní 2015, og var vígður til prests í Niðarósdómkirkju hinn 30. ágúst 2015.

Sr. Gunnar Einar hefur starfað við barna- og æskulýðsmál í rúmlega þrjátíu ár. Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann tók að sér umsjón með yngri deild KFUM á Akureyri árið 1989. Síðan hefur hann starfað óslitið á kirkjulegum vettvangi.

Hann var ráðinn æskulýðsfulltrúi Grafarvogssóknar 2006-2009 og djákni við sömu sókn 2009-2012. Settur sóknarprestur í afleysingu í Beitstad í Noregi 1. febrúar 2012 og fastráðinn þar frá 1. október 2015.

Sr. Gunnar Einar hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast kirkjulegu starfi bæði innanlands og utan. Þá hefur hann gegnt fjölmörgum stjórnar- og nefndarstörfum hér heima og erlendis.

Auk kirkjulegs starfs hefur sr. Gunnar Einar starfað við byggingarvinnu, í frystihúsi, og sem sjómaður ásamt því að hafa kennt og unnið á leikskólum. Hann hefur einnig áralanga reynslu af starfi með fötluðum og þroskahömluðum.

Sr. Gunnar Einar er kvæntur Erlu Valdísi Jónsdóttur, sjúkraþjálfara. Þau eiga þrjú börn.

Biskup skipar í embættið frá 1. nóvember n.k., til fimm ára.



  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta