Nýjung á kirkjuþingi

14. ágúst 2020

Nýjung á kirkjuþingi

Bjalla kirkjuþings

Framhaldskirkjuþing 2019 kemur saman fimmtudaginn 10. september n.k. á Grand Hótel Reykjavík, og gengur frá málum sem náðist ekki að afgreiða fyrir þingfrestun.

Þegar fundarhöldum framhaldsþingsins lýkur verður kirkjuþing 2020 sett en það er hið 60. í röðinni.

Tveggja metra nálægðarreglan verður í hávegum höfð og auk þess verður þeim fulltrúum sem það vilja gefinn kostur á að taka þátt í störfum þingsins gegnum fjarfundarbúnað. Slík þátttaka er fullgild að öllu leyti sem væri fulltrúinn staddur á þinginu. Notast verður við s.k. Zoom-fjarfundarbúnað. Þetta er nýjung og kemur til vegna hinna sérstöku aðstæðna í þjóðfélaginu í skugga kórónuveirunnar.

Þá hefur verið ákveðið að þingpallar verði lokaðir vegna kórónuveirunnar og verður þingfundum streymt og gefst því öllum tækifæri til að fylgjast með þingstörfum.

Það er kirkjuráð sem veitir forsætisnefnd kirkjuþings leyfi til að halda þingið með þessum hætti. Kirkjuráði var veitt heimild til að setja starfsreglur til bráðabirgða með lögum nr. 95/2020, breyting á lögum frá Alþingi, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum.

Forsætisnefnd kirkjuþings býður því þeim fulltrúum sem það vilja að sinna þingstörfum með fjarfundarbúnaði. Jafnfram hefur forsætisnefndin ákveðið að framlengja skilafrest á málum og skal þingmálum skilað inn fyrir miðnætti hins 28. ágúst n.k. 

Forseti kirkjuþings er Drífa Hjartardóttir en skrifstofustjóri þess er Ragnhildur Benediktsdóttir. 

Nánar um kirkjuþing.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

hsh


  • Frétt

  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þing

  • Covid-19

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta