Könnun á trúarlífi

12. febrúar 2021

Könnun á trúarlífi

Í Byåsen-kirkju í Noregi - mynd: Vårt land

Það er nokkuð langt um liðið frá því að gerð var all yfirgripsmikil viðhorfsrannsókn á trúarlífi Íslendinga en það var árið 2004. Sú könnun var samstarfsverkefni dr. Péturs Péturssonar, prófessors, Biskupsstofu og Gallup á Íslandi. Hún byggði að nokkru á rannsókn og könnun dr. Péturs og dr. Björns Björnssonar frá 1986-1987 sem kom út í Ritröð guðfræðistofnunar 1990.

Kannað var viðhorf fólks til þjóðkirkjunnar og starfa hennar, og spurt út í trúarlíf og skoðanir á þeim málum almennt. 

Margir segja að nú sé tímabært að gera nýja vísindalega könnun í svipuðum dúr og áðurnefndar kannanir og rannsóknir.

Þetta gerir norska kirkjan annað hvert ár. Nýjasta könnunin er hér.

Mikilvægt er að kirkjur eins og önnur félög séu með tölfræði sína í góðu lagi því að hún getur stutt við allt starf kirkjunnar. Traust tölfræði getur verið sem áttaviti fyrir það sem til dæmis leggja skal áherslu á í lífi og starfi kirkjunnar hverju sinni. 

Síðasta ár bar vissulega svipmót þess að kórónuveiran herjaði á land og lýð. Norska kirkjan fann fyrir því eins og aðrar kirkjur.

Könnun norsku kirkjunnar (styttri útgáfan) fyrir síðasta ár, 2020, leiddi meðal annars þetta í ljós:

2 af hverjum þremur Normönnum eru félagar í norsku kirkjunni
8 af hverjum tíu láta skíra barnið sitt
2 af hverjum þremur láta ferma börnin sín 
6 af hverjum tíu ganga í hjónaband í kirkjunni  
4 af hverjum fimm kjósa kirkjulega útför
8 af hverjum tíu hafa sótt kirkju, með hefðbundnum hætti eða í gegnum streymi


Allir þekkja grænu, gulu og rauðu veðurviðvaranirnar. Þessir litir hafa líka verið notaðir í sóttvarnamálum.

Norska kirkjan notar litina: græna, gula og rauða:

Grænn litur merkir þau sem trúa og sækja kirkju oft

Gulur litur merkir þau sem eru opin fyrir trú og sækja kirkju nokkrum sinnum á ári

Rauður litur merkir þau sem ekki eru höll undir kristna trú, sækja kirkju sjaldan eða aldrei

Og nokkrar grafískar upplýsingar til fróðleiks – og jafnvel skemmtunar – ekki sakar að rifja upp að fylkin í Noregi eru nú ellefu að tölu:

Á þessum stöðum í Noregi búa þau sem taka mestan og minnstan þátt í kirkjulegu starfi (skjáskot - ath.: skjáskot draga ögn úr gæðum mynda):

„Ég er kristinnar trúar“ (skjáskot)

Félagsfólk í norsku kirkjunni og í öðrum trúar- og lífskoðunarfélögum (norska kirkjan með rauðleitar súlur) (skjáskot)

Félagsfólk í norsku kirkjunni en er ekki kristinnar trúar (skjáskot)

Hvar er mest beðist fyrir? (skjáskot)

Hvar er mesta andstaðan við fóstureyðingar? (skjáskot)

Hvar er mesta andstaðan við hjónavígslur samkynhneigðra? (skjáskot)

Hvar ganga flest til altaris? (skjáskot)

Segja má að hér á kirkjan.is hafi verið norskir dagar að undanförnu og er það eflaust tilbreyting fyrir ýmsa. Hollt er að líta til granna okkar og sjá hvað þeir hafa fyrir stafni í kirkjumálum. Kannski getum við lært eitthvað af þeim - og þau af okkur.

Vårt land / hsh
  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Trúin

  • Erlend frétt

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut