Ný sókn á grænni leið

25. september 2021

Ný sókn á grænni leið

Inga Rut Hlöðversdóttir, formaður umhverfisnefndar Ástjarnarsóknar, tekur við viðurkenningarskjaldi úr hendi sr. Halldórs Reynissonar, nefndarmanns í umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar - mynd: Ástjarnarkirkja

Nýlega bættist Ástjarnarsókn í Tjarnaprestakalli í hóp þeirra sókna sem eru á grænni leið. Þær eru þá 15 sóknirnar sem eru á grænni leið og fjórar sóknir hafa náð markinu og teljast grænar kirkjur. En betur má ef duga skal, sóknir á landinu eru margar!

Umhverfismál eru mál málanna og kirkjan leggur sérstaka áherslu á þau um þessar mundir. Þar er margt á döfinni eins og endurheimt votlendis, skógrækt og skírnarskógar.

Hvað er að vera á grænni leið?
Til að hljóta viðurkenninguna kirkja á grænni leið þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið Græni söfnuðurinn okkar.

Hvað er græn kirkja?

Sóknarfólkið í Ástjarnasókn er samstíga um að koma sókninni sem fyrst í hóp hinna grænu kirkna. Nú verður farið vandlega yfir skrefin á grænu leiðinni og unnið hægt og bítandi að markinu. Þau eru ánægð að vera komin á þessa góðu leið, grænu leiðina.

Í Ástjarnarsókn er starfandi umhverfisnefnd en í henni eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, formaður, Sigríður Sigurðardóttir, Helga Þórðardóttir, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson.

Markmiðið að komast í hóp Grænna kirkna getur eflt safnaðarvitund og komið af stað jákvæðri umræðu um umhverfismálin sem eru ofarlega á blaði í allri umfjöllun samtímans. Kirkjan leitast við að taka þessi mál föstum tökum og vekja fólk til umhugsunar.

Fyrsta skrefið er tekið heima í sókninni, að rísa þar upp og feta grænu leiðina og koma sér svo í mark hinna grænu kirkna. Það geta allir.

Kirkjan og umhverfismálin:

Lýsa ber yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum
Orkuskipti í samgöngumálum á vegum starfsfólks kirkjunnar
Umhirða jarða þjóðkirkjunnar

hsh


Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, fremstur á myndinni, tók sjálfu þegar Ástjarnarsókn fékk afhenta viðurkenningu fyrir að vera komin á græna leið. Frá vinstri: dr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur, sr. Halldór Reynisson, frá umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar, Inga Rut Hlöðversdóttir, formaður umhverfisnefndar Ástjarnarkirkju, Hermann Björn Erlingsson, sóknarnefndarmaður og Sigríður Sigurðardóttir, umverfisnefndar- og sóknarnefndarkona

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

Sr. Örn Bárður við eina af myndum sínum og heitir hún: Bláu augun þín - akrýlmynd á striga - mynd: hsh

Líður vel með skissubókina

03. des. 2021
...presturinn er myndlistarmaður
Siglufjarðarkirkja sómir sér vel með jólaölinu - mynd: hsh

Sígildur jóladrykkur

03. des. 2021
...kirkja og Betlehemsstjarna
Sr. Vigfús Þór Árnason nafngreinir nokkra  - mynd: hsh

„Jú, þetta er hann...!“

01. des. 2021
...mikið verk fram undan - og spennandi!