Kosið til kirkjuþings

12. maí 2022

Kosið til kirkjuþings

Ræðustóll og bjalla Kirkjuþings - mynd hsh

Kosning til kirkjuþings hefst í dag, 12, maí, kl. 12:00 og stendur til kl. 12:00 þann 17. maí. Kosningin verður rafræn og er verið að kjósa fyrir kirkjuþingskjörtímabilið 2022-2026.

Nöfn þeirra sem eru í kjöri má lesa hér neðar.  

Alls sitja 29 fulltrúar á kirkjuþingi, 12 vígðir og 17 leikmenn.

Kirkjuþing er sterkur lýðræðislegur vettvangur í starfi kirkjunnar. Þau sem sitja á kirkjuþingi hafa ábyrgðarmikið hlutverk sem felst meðal annars í því að hafa vald á hendi, til dæmis í fjármálum kirkjunnar. Seta á kirkjuþingi kallar á heilindi, samviskusemi og ábyrgðartilfinningu.

Fólk sem setið hefur á kirkjuþingi hefur komið úr flestum ef ekki öllum starfsstéttum samfélagsins og unnið gott starf í þágu þjóðkirkjunnar. Karlar og konur, fólk til sjávar og sveitar, þéttbýli og dreifbýli. Fólk á öllum aldri. Þetta hefur sýnt breidd þjóðkirkjunnar og sveigjanleika sem er nauðsynlegur í því fjölbreytta samfélagi sem kirkjan er. 

Seta á kirkjuþingi er líka gefandi og ánægjulegt starf þar sem kirkjuþingsfulltrúar eiga gott samfélag og kynnast þjóðkirkjunni á nýjan hátt.

Mikilvægt að allir nýti kosningarrétt sinn!

Eftirtaldir einstaklingar eru í framboði til kirkjuþings:

1. kjördæmi: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Daníel Steingrímsson
Davíð Stefánsson
Gunnar Þór Ágeirsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Kristrún Heimisdóttir
Ólafur Ísleifsson
Rúnar Vilhjálmsson
Vera Guðmundsdóttir

2. kjördæmi: Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Árni Helgason
Ásbjörn Björnsson
Hilmar Einarsson
Konráð Gylfason
Þórdís Klara Ágústsdóttir

3. kjördæmi: Kjalarnesprófastsdæmi. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Einar Örn Björgvinsson
Gígja Eyjólfsdóttir
Hjörleifur Þórarinsson
Margrét Eggertsdóttir
Rafn Jónsson
Ríkharður Ibsen

4. kjördæmi: Vesturlandsprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Áslaug I. Kristjánsdóttir
Brynjólfur Guðmundsson
Kristján Þórðarson
Margrét Bóasdóttir

5. kjördæmi: Vestfjarðarprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Árný Hallfríður Herbertsdóttir
Dóróthea Margrét Einarsdóttir
Ólafur Gestur Rafnsson

6. kjördæmi: Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Berglind Guðmundsdóttir
Steindór Runiberg Haraldsson
Trostan Agnarsson

7. kjördæmi: Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Auður Thorberg Jónasdóttir 
Hermann Ragnar Jónsson
Rósa Njálsdóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Stefán Magnússon

8. kjördæmi: Austurlandsprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Berglind Hönnudóttir
Einar Már Sigurðarson
Jónas Þór Jóhannsson

9. kjördæmi: Suðurprófastsdæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Anný Ingimarsdóttir
Drífa Hjartardóttir
Óskar Magnússon
Sólveig Þórðardóttir

Eftirtaldir buðu sig fram úr kjördæmum vígðra (3 kjördæmi):

1. kjördæmi vígðra: Reykjavíkurkjördæmi. Sex fulltrúar og þrír til vara.
Aldís Rut Gísladóttir
Arna Grétarsdóttir
Arnór Bjarki Blomsterberg
Bjarni Þór Bjarnason
Bryndís Malla Elídóttir
Elínborg Sturludóttir
Elísabet Gísladóttir
Eva Björk Valdimarsdóttir
Guðni Már Harðarson
Sigurður Grétar Sigurðsson
Skúli Sigurður Ólafsson
Stefán Már Gunnlaugsson

2. kjördæmi vígðra: Skálholtskjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.
Axel Árnason Njarðvík
Ingimar Helgason
Magnús Erlingsson
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Dagur Fannar Magnússon

3. kjördæmi vígðra: Hólakjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.
Anna Hulda Júlíusdóttir
Benjamín Hrafn Böðvarsson
Gísli Gunnarsson
Jóhanna Gísladóttir
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

hsh