Tenórar á hádegistónleikum

10. október 2022

Tenórar á hádegistónleikum

Bústaðakirkja í bleikum bjarma

Tenórarnir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja á hádegistónleikum í Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. október kl. 12:05-12.30.

Jónas Þórir leikur með á flygilinn og er aðgangur ókeypis.

Að tónleikunum loknum er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar gegn vægu gjaldi.

Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju.

Bleikur október styður Ljósið en tónleikagestum á hádegistónleikum í október gefst kostur á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið.

Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október og mun tónlistin í sunnudagshelgihaldi Bústaðakirkju í október einnig taka mið af Bleikum október.

 

slg



Myndir með frétt

Gunnar Guðbjörnsson
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Marteinn Snævarr Sigurðsson
Jónaa
  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Kirkjustarf

Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta