Nýr organisti og kórstjóri á Austfjörðum

1. nóvember 2022

Nýr organisti og kórstjóri á Austfjörðum

Kaido Tani

Austfirðir hafa lengi búið við skort á organistum.

Nú hefur ræst úr þessum vanda því þrjár sóknir Reyðarfjarðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarsóknir hafa ráðið til sín nýjan organista og kórstjóra.

Hann kemur frá Eistlandi og heitir Kaido Tani.

Kaido er 53 ára, er lærður kórstjóri og hefur síðastliðin ár sungið í eistnesku óperunni ásamt því að hafa stýrt kórum.

Hann hóf störf á Austfjörðum í byrjun október og mun starfa sem organisti og kórstjóri við þessar þrjár sóknir, en einnig stýra samkór Fjarðabyggðar sem verið er að endurvekja.

Í samtali við Austurfrétt  segir Kaido aðspurður um hvernig honum lítist á starfið.

„Mér finnst þetta mjög áhugavert en það verður einnig mikil áskorun fyrir mig.

Ég lærði kórstjórn og hef verið að stýra kórum í Eistlandi á sama tíma og ég hef verið að syngja við eistnesku óperuna, en áskorunin felst í því að læra inn á messuhefðirnar í söfnuðunum þremur og auðvitað að kynnast hljóðfærunum í kirkjunum betur, en það eru þrenns konar orgel í kirkjunum.“

Hvað helstu áherslur í starfinu varðar segir Kaido að aðal áherslan sé að vera í góðum tengslum við bæði prestana og kórfólkið.

„Mér finnst mikilvægt að fólk njóti sín við að syngja, að þau syngi eitthvað sem þeim raunverulega líkar að syngja.

Svo vil ég einnig gera hlutina vel og legg mig fram við að vanda mig í því sem ég tek mér fyrir hendur“

segir Kaido að lokum.

slg


  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustarf

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta