Tímabundin afleysing

11. nóvember 2022

Tímabundin afleysing

Digraneskirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til afleysingarþjónustu í Digranes- og Hjallaprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 1. desember 2022.

Leitað er að presti með víðtæka starfsreynslu sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni af einurð og jákvæðni.

Digranes- og Hjallaprestakall

Prestakallið samanstendur af tveimur sóknum, Digranessókn og Hjallasókn og eru starfstöðvar í báðum kirkjum prestakallsins.

Sóknarpresturinn mun hafa skrifstofuaðstöðu í Digraneskirkju og tveir prestar eru með skrifstofuaðstöðu í Hjallakirkju.

Góð aðstaða er í báðum kirkjunum fyrir helgihald og fjölbreytt safnaðarstarf.

Íbúafjöldi


Samanlagður íbúafjöldi í prestakallinu er rúmlega 17.000 og eru tæp tíu þúsund skráð í þjóðkirkjuna.

Umsókn


Umsækjendum ber að skila greinargerð að hámarki 500 orð um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna.

Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 4. gr. starfsreglnanna um ráðningu í prestsstörf.

Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.

Tengil á eyðublaðið er að finna hér.

Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar.

Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 892-2901 eða á netfangið bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is.

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið ragnhilduras@kirkjan.is.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. nóvember 2022.

Sækja ber rafrænt um starfið hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.

 

slg


  • Biskup

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Auglýsing

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut