Sumarstarf kirkjunnar

9. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar

Kirkjan.is mun leitast við að gera grein fyrir hinu fjölbreytta kirkjustarfi sem unnið er yfir sumartímann í kirkjum landsins.

Er það að öllu jöfnu ólíkt því sem unnið er yfir vetrartímann, en engu að síður áhugavert.

Sumarið er tíminn þegar gjarnan er messað í litlu sveitakirkjunum út til stranda og inn í dölum.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur, sem er tengill miðilsins í Austurlandsprófastsdæmi.

Hún sagði að „í Egilsstaðaprestakalli væru margar litlar sveitakirkjur og við notum sumarið vel!

Veturnir eru harðir og langir en á móti kemur að oft erum við blessuð með blíðum og hlýjum sumrum.“

Egilsstaðaprestakall er víðfemt og nær yfir allt Hérað, Fljótsdal, Jökuldal og niður á Borgarfjörð og Seyðisfjörð.

Alls telur prestakallið 14 sóknir.

Og sr. Kristín heldur áfram:

„Út um allt er iðandi líf yfir sumarmánuðina og nú er það ekki síst ferðafólk, innlent og erlent, sem setja svip sinn á mannlífið.

Ein af litlu kirkjununum sem messað er í yfir sumarið er Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði.

Þar sat prestur til ársins 1888.

Eftir það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði.

Sú kirkja sem þar stendur nú var byggð árið 1895.

Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkhlíð.

Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið afhelguð.

Fyrri hluta 20. aldar var blómleg byggð í Loðmundarfirði og um aldamótin 1900 voru þar 87 íbúar.

Byggð lagðist þar hins vegar af um 1973.

Sumarmessan á Klyppstað hefur jafnan verið vel sótt af ferðafólki og íbúum nágrannabyggða og boðið er upp á messukaffi í ágætum skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Messan er haldin aðallega að tilstuðlan kirkjufólks á Borgarfirði sem hefur lagt til tónlist, meðhjálpara og meðlæti.

Frá Borgarfirði er um eins og hálfs klukkutíma akstur að Klyppstað og er það eina vegatengingin á staðinn.

Í ár verður Klyppstaðarmessan þann 16. júlí kl. 14:00.“

Hér má sjá yfirlit yfir helgihald og tónlistarviðburði í Egilsstaðaprestakalli í sumar.

Myndin er frá árlegri sumarmessu í Klyppsstaðakirkju í fyrrasumar sem var vel sótt eins og jafnan.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta