Hilda María ráðin

10. október 2025

Hilda María ráðin

Hilda María Sigurðardóttir hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Undir prestakallið tilheyra sex sóknir. Þær eru: Stykkishólmssókn, Helgafellssókn, Breiðabólstaðarsókn, Bjarnarhafnarsókn, Flateyjarsókn og Narfeyrarsókn. Hilda tekur við starfinu af sr. Gunnari Eiríki Haukssyni. 

Hilda María fæddist árið 1999. Hún ólst upp á Ísafirði og lauk grunnskóla- og stúdentsprófi þaðan. Hún hóf nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands 2019 og útskrifaðist með b.a. próf í guðfræði vorið 2022 og mag.theol próf vorið 2025.

Samhliða námi starfaði hún í barna- og æskulýðsstarfi í Neskirkju, Fossvogsprestakalli og Grafarvogskirkju. Einnig hefur hún starfað á hjúkrunarheimili og í félagslegri heimaþjónustu.

Eiginmaður Hildu er Björgúlfur Egill Pálsson og saman eiga þau Hrafnhildi Lóu 3 ára og Orra Pál 8 mánaða. 

    Sr. Flosi 2.jpg - mynd

    Andlát

    29. okt. 2025
    ...sr. Flosi Magnússon er látinn
    IMG_6011.jpg - mynd

    Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

    25. okt. 2025
    Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.