Laust starf

10. október 2025

Laust starf

Biskup Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.

Söngmálastjóri er skipaður af biskupi Íslands til að framfylgja tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar. Hann starfar á grundvelli starfsreglna um kirkjutónlist og
vinnur náið með kirkjutónlistarráði og biskupi að mótun framtíðarsýnar í kirkjutónlist og starfsemi Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Samkvæmt starfsreglum felst framkvæmd og umsjón tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar einkum í að:

● veita organistum, prestum, kórstjórum, kirkjukórum og barnakórum ráðgjöf, fræðslu og stuðning,
● mennta organista og annað tónlistarfólk til starfa innan kirkjunnar,
● bjóða upp á símenntun í kirkjutónlist, sálmafræði og lítúrgískum fræðum.
Þjóðkirkjan rekur Tónskóla þjóðkirkjunnar undir stjórn söngmálastjóra. Þar starfa auk hans ritari, deildarstjórar við framhalds- og endurmenntunardeildir,
ásamt kennurum sem sinna daglegri kennslu og starfa í nánu samstarfi við söngmálastjóra. Nánari upplýsingar um starf Tónskólans má finna á heimasíðu skólans, tonskoli.is.

Menntunar- og hæfniskröfur:
● Háskólamenntun á sviði tónlistar og reynsla sem nýtist í starfi.
● Menntun á sviði kirkjutónlistar er kostur.
● Þekking, reynsla og áhugi á kirkjulegu tónlistarstarfi og helgihaldi kirkjunnar.
● Haldbær reynsla af stjórnun og stefnumótun.
● Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
● Góð almenn tölvukunnátta.
● Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt.
● Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og helst einu Norðurlandamáli.

Helstu verkefni og ábyrgð söngmálastjóra eru:
*Ábyrgð á stjórnun, daglegum rekstri og fjármálum Tónskólans.
*Ráðning starfsfólks við Tónskóla þjóðkirkjunnar og samstarf við guðfræðideild um kennslu og starfsþjálfun.
*Ráðgjafi biskups í kirkjutónlistarmálum og náið samstarf við kirkjutónlistarráð.
*Skipulagning hátíða og viðburða á sviði kirkjutónlistar, t.d. kirkjukóramót, Dagur kirkjutónlistarinnar og ráðstefnur.
*Umsjón sjóða á sviði kirkjutónlistar og samskipti við erlend kirkjutónlistar- og kórasamtök.

Starfshlutfall er 60%

Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2026

Sækja skal um starfið á umsóknarvef kirkjunnar, hér.
 
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Ásgeirsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóra biskupsstofu, ragnhilduras@kirkjan.is eða í síma 5284000.

Biskup Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.


    Kirkjuklukka.jpg - mynd

    Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

    07. nóv. 2025
    ...dagur gegn einelti 8. nóvember
    Sr. Flosi 2.jpg - mynd

    Andlát

    29. okt. 2025
    ...sr. Flosi Magnússon er látinn