Sálmur

Sálmur 1

 • Sé Drottni lof og dýrð,
 • hans dásemd öllum skýrð,
 • hann lofi englar allir
 • og æðstu ljóssins hallir,
 • hann lofi hnatta hjólin
 • og heiðri tungl og sólin.
 • Hann lofi líf og hel
 • og loftsins bjarta hvel,
 • hann lofi lögmál tíða,
 • sem ljúft hans boði hlýða
 • og sýna veldis vottinn,
 • ó, veröld, lofa Drottin.
 • Hver þjóð um lög og láð,
 • ó, lofið Drottins náð,
 • þér glöðu, hraustu, háu,
 • þér hrelldu, veiku, lágu,
 • þér öldnu með þeim ungu,
 • upp, upp með lof á tungu.
 • Með öllum heimsins her
 • þig, Herra, lofum vér
 • af innsta ástar grunni
 • með öndu, raust og munni.
 • Vort hjarta bljúgt sig hneigir
 • og hallelúja segir.
Sl 148. - Sb. 1671 - Jón Þorsteinsson
Matthías Jochumsson