Sálmur 4
- Dýrð í hæstum hæðum,
- himna Guð, þér syngja
- allir þínir englar og öll þín hólpin hjörð.
- Jörð það endurómar,
- allar klukkur hringja,
- fagnandi hjörtu færa þakkargjörð.
- Dýrð í hæstum hæðum.
- Helgir leyndardómar
- opnast fyrir augum
- þess anda', er ljós þitt sér.
- Allt, sem anda dregur, elsku þína rómar,
- tilveran gjörvöll teygar líf frá þér.
- Dýrð í hæstum hæðum.
- Hingað oss þú sendir
- soninn þinn að sýkna hinn seka lýð á jörð.
- Síðan hátt til himna
- hann með krossi bendir,
- sigur hann gefur sinni barnahjörð.
- Dýrð í hæstum hæðum,
- hljómar þér um aldir,
- þyrnikrýndur, krossi píndur
- kóngur lífs og hels.
- Lýtur þér og lofar lýður, sem þú valdir,
- lýsandi' á jörð sem ljómi fagrahvels.
- Dýrð í hæstum hæðum. Heilagri þrenning,
- föður, syni' og friðaranda,
- færum lofgjörð vér,
- göfgi þig með gleði
- gjörvöll jarðarmenning,
- Guð einn og þrennur, þökk þér einum ber.
Heber - Sb. 1945 - Friðrik Friðriksson