Sálmur

Sálmur 9

  • Lofsyngið Drottni, lýðir tignið hann.
  • Hefjið gleðihljóma, heiðrið skaparann.
  • Miskunn hans er mikil, máttarverkin stór.
  • Lofi, lofi Drottin loft og jörð og sjór.
  • Lofsyngi Drottni ljóssins bjarti her.
  • Óminn ber að ofan, undir tökum vér.
Valdimar V. Snævarr