Sálmur

Sálmur 14

 • Guð :,: hæst í hæð, :,: þig himnum ofar
 • í heiði stjarnamergðin lofar
 • með göngu sinnar himinhljóm.
 • Þó sér ei meira sjónin veika
 • en sjálfs þín guðdóms skuggann bleika,
 • ei þig í hæstum helgidóm.
 • Einn dropa' af dýrð, ei dýrðarhafið
 • :,: sér dauðlegt auga, þoku vafið. :,:
 • Og hvað mót veru verk þitt er?
 • Ó, lútum guðdóms geislavaldi,
 • þér, Guð, vor sál í skuggsjá haldi,
 • sem daggtár sólar blíðmynd ber.
 • Guð :,: hæst í hæð, :,: þér hörpur óma
 • í hvössum ægigeisla ljóma
 • við englaskarans sigursöng.
 • Þar himnesk dunar hljóðstraums bára,
 • þú heyrir samt frá djúpi tára
 • hvert andvarp manns við örlög ströng.
 • Dýrð sé þér hátt og djúpt í geimi,
 • :,: þú dreifir myrkrum, lýsir heimi. :,:
 • Send vorum anda von og þrótt.
 • Hvað megnar allur myrkrakraftur?
 • Þín máttarhöndin leiðir aftur
 • úr sorta ljómann, sól og nótt.
Sb. 1945 - Steingrímur Thorsteinsson