Sálmur

Sálmur 22

 • Þú, mikli Guð, ert með oss á jörðu,
 • miskunn þín nær en geisli á kinn.
 • Eins og vér finnum andvara morguns,
 • eins skynjar hjartað kærleik þinn.
 • Í dagsins iðu, götunnar glaumi,
 • greinum vér þig með ljós þitt og frið.
 • Hvar sem ein bæn er beðin í hljóði,
 • beygir þú kné við mannsins hlið.
 • Hvar sem er unnið, hugur þinn starfar,
 • hús vor og tæki eru þín verk.
 • Þú vilt vér teljum vort það, sem gefur
 • viskan þín rík og höndin sterk.
 • Djúp er þín lind, sem lífgar og nærir,
 • lófinn þinn stór, vort eilífa hlé.
 • Gjör þú oss, Kristur, Guðs sonur góði,
 • greinar á þínu lífsins tré.
Frostenson - Sigurbjörn Einarsson