Sálmur 24
- Lofið Guð, ó, lýðir, göfgið hann,
- heiðrið Guð, ó, heiðrið föður þann,
- tignið Drottins tignarnafn, hans tign ei breytist,
- miklið Drottins náðarnafn, hans náð ei þreytist,
- mildin hans við menn ei þrýtur,
- miskunn hans til aumra lítur,
- ástin hans ei enda hlýtur,
- eilíf tryggð hans aldrei bregst.
- Öll hans stjórn og umsjá ber um elsku vottinn.
- Lofi nafn hans lýður hver, já, lofið Drottin.
Sl 117 - Sb. 1671 - Jón Þorsteinsson - Helgi Hálfdánarson