Sálmur 166
- Fræ í frosti sefur,
- fönnin ei grandar því.
- Drottins vald á vori
- vekur það upp á ný.
- Elska hans gefur
- öllu líf og skjól.
- Guðs míns kærleiks kraftur,
- kom þú og ver mín sól.
- Drottinn dó á krossi,
- dæmdur og grafinn var,
- sonur Guðs er saklaus
- syndir heimsins bar.
- Móti hans elsku
- magnlaus dauðinn er.
- Kristur, með þinn kærleik
- kom þú og hjá oss ver.
- Hann var hveitikornið,
- heilagt lífsins sáð,
- sent til vor að veita
- vöxt í ást og náð.
- Himnanna ljómi
- lýsir gröf hans frá.
- Kristur, lát þinn kærleik
- kveikja þitt líf oss hjá.
- Stundum verður vetur
- veröld hjartans í.
- Láttu fræ þín lifa,
- ljóssins Guð, í því.
- Gef oss þitt sumar
- sólu þinni frá.
- Kristur, kom og sigra,
- kom þú og ver oss hjá.
Enskur sálmur - Frostenson - Sigurbjörn Einarsson