Trú.is

Smitandi

Það er nefnilega þannig að hvar sem við erum og hvert sem við förum erum við smitandi. Við smitum út frá okkur því sem innra býr, til góðs og ills.
Pistill

Bænastund á aðventu

Á aðventu er gott að eiga kyrrláta stund við kertaljós. Hér eru bænir sem hægt er að hafa til hliðsjónar á einfaldri aðventustund.
Pistill

Verum árvökul

Ef til vill finnum við tilfinningar sem hafa tekið sér bústað í hálsinum, brjóstinu, maganum. Það kann að vera kvíði, sorg eða eftirvænting. Við bara finnum þær og leyfum þeim að vera. Við það að sýna tilfinningum okkar athygli og leyfa því að vera sem er dregur oft úr spennunni innra með okkur.
Pistill

Biblíuleg íhugun með bæn Jaebesar

Nú biðjum við bæn Jaebesar lið fyrir lið, fyrst fyrir okkur sjálfum, þá fyrir þeim sem eru okkur kær eða þarfnast fyrirbænar og loks fyrir öllum heiminum. Við tví- eða þrítökum hvern bænarlið og gefum okkur tóm til þagnar á milli bæna.
Pistill

Skapa í mér hreint hjarta

Við annan lestur erum við meðvituð um þau viðbrögð og skynjanir sem eiga sér stað í líkama okkar við að heyra þessi orð. Finnum við spennu eða slökun, gleði eða hryggð? Fara einhverjar hugsanir af stað? Við bara veitum þessu athygli án þess að dæma eða fylgja eftir tilfinningum og hugsunum. Sýnum viðbrögðum okkar eftirtekt, forvitni, og snúum síðan aftur að því orði sem talaði til okkar í byrjun.
Pistill

Núvitundaríhugun, áttundi hluti: Byrjum á byrjuninni

Hvert andartak er ný byrjun, hvert augnablik nýtt upphaf, allt er í sífellu nýtt, ekkert sem er núna hefur verið áður. Andartakið er í senn hverfult og eilíft, hverfur skjótt en á sér uppsprettu í eilífð Guðs sem lífsandann gefur.
Pistill

Innilifurnaríhugun 6: Eftirvænting

Við leyfum orðunum að síast inn, tökum við þeim með öllu sem í okkur býr, hver fruma líkamans, hvert skúmaskot sálarinnar, hvert andans andvarp þiggur þessi orð, að Jesús sem hefur allt í hendi sér er með okkur alla okkar daga.
Pistill

Tvær hendur tómar

Orðin flugu á milli eins og fis í baminton ef ég leyfi mér enn að dvelja á slóðum íþróttanna. Kemur það meðal annars til að eitt fermingarbarnið skaut föstu skoti - sláin - stöngin inn að Gylfi Sigurðsson knatttspyrnukappi hjá Everton biði bænar á kvöldin en aldrei fyrir leik. Það er því ekki fjarri sanni þegar rætt er um bænina að grípa til íþrótta máls því að bænaiðkun krefst einbeitingar og æfingar. Segir ekki einhversstaðar að æfingin skapar meistarann.
Predikun

Þolgæði

Þrengningar geta verið verkfæri, leið fyrir okkur að vakna upp úr svefndrunga daglegs lífs, skoða líf okkar í ljósi reynslunnar og finna hvernig þolgæðið getur vaxið við hverja raun. Við getum byggt upp þolgæði á öllum sviðum lífsins. Og í því erum við ekki ein. Við erum saman í þessu og við erum umvafin elsku Guðs sem gefur okkur styrk og þol í aðstæðunum.
Predikun

Núvitundaríhugun, sjöundi hluti: Að (s)kanna líkamann

Jesús var ekki bara fæddur í líkama, hann var líkami, hann var raunveruleg manneskja með allar þær skynjanir sem líkamanum tilheyra. Útgangspunktur okkar í andlegri iðkun er líkaminn. Það er ekki þrátt fyrir líkamann eða í baráttu við líkamann sem við nálgumst anda Guðs. Aðeins með því að dvelja í friði og sátt í þeim skynjunum sem líkaminn miðlar getum við verið nærverandi í þessu augnabliki núna.
Pistill

Innlifunaríhugun 5: Í húsi Maríu

Í dag ætlum við, í tilefni mæðradagsins, að mæta annarri persónu guðspjallanna í innlifunaríhugun að hætti Ignatíusar Loyola. Hún er sú sem stóð Jesú næst, hún sem fyrst fann líf hans innra með sér, hún sem gaf honum af sínu lífi, nærði hann og annaðist og fylgdi honum allt til dauða og aftur þaðan, var vitni upprisunnar og máttarstólpi í fyrsta kristna söfnuðinum.
Pistill

Núvitundaríhugun, sjötti hluti: Að taka eftir án þess að dæma

Núvitundariðkun getur fært okkur nær stöðu náðarinnar, þar sem við sleppum tökunum á hvers kyns dómum, bæði yfir öðrum en ekki síður okkur sjálfum og aðstæðum okkar, og tökum á móti hverju andartaki sem gjöf lífsins, gjöf Guðs.
Pistill