Trú.is

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill

Í Hólavallagarði

Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Predikun

Hvað var fullkomnað?

Í því ljósi virðast orðin „Það er fullkomnað“ enn fjarstæðukenndari. Hvað er fullkomið við þessa atburðarrás – er hún ekki einmitt lýsandi dæmi um brotinn heim, brotin samfélög og brotnar sálir?
Predikun

Dauðasvefninn

Í einni frægustu ræðu bókmenntanna spyr danski prinsinn Hamlet sig að slíku: „Því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja þá holdins fjötrafargi er af oss létt?“
Predikun

Það þarf að kenna fólki að deyja

,,Það þarf að kenna fólki að deyja.“ Yfirskriftin er tilvitnun í Helga Hallgrímsson föður Hallgríms og eitt áhrifamesta verkið sýnir Helga á þessum tímamótum lífs og dauða.
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Ríkidæmi mýktar

Auðmjúk manneskja er eins og frjósöm moldin - það fer vissulega ekki mikið fyrir henni en upp úr henni vex gróskan í ótal litbrigðum.
Predikun

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Talað um sársauka

Þetta, að lifa á tímum þar sem hægt er að deyfa sársauka er – svo fundið sé títtnotað orð – fordæmalaust. Þrautir hafa alltaf verið stór þáttur í lífi fólks, lífi sem var miklu þjáningarfyllra og styttra en það er á okkar dögum.
Predikun

Ég elska þig, gleymdu því aldrei!

Jesús vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
Pistill

Að kveðja á tímum Covid-19

Að kveðja látinn ástvin felur á öllum tímum í sér að ganga braut sorgar sem er sannarlega ekki auðgengin eða auðveld. Athafnir og hefðir tengdar því að kveðja, höfum við lengi átt og eiga að stuðla að því að hjálpa til við það sorgarferli, sem fer í gang þegar ástvinur fellur frá. Á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum núna verðum við að kveðja á annan og öðruvísi hátt en við erum vön.
Pistill

Samtal um dauðann

Mikilvægt að við tölum um dauðann áður en hann kemur. Áður en við verðum of gömul. Áður en sjúkdómurinn hvolfist yfir. Það fær okkur til að skoða eigið líf og langanir. Fortíð, nútíð og framtíð skoðast þá í einu samhengi.
Pistill