Trú.is

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Fíkjutréð

Blóm fíkjutrésins eru falin inn í ávexti fíkjutrésins, vissu þið þetta?
Predikun

Að læra af sögunni

Inn í þær aðstæður talaði Hitler sem á okkar tímum hefur tekið við af djöflinum sjálfum í orðræðu um illsku og fjandskap. Hann gat hrifið fólk með áróðri sínum.
Predikun

Viðmiðið stóra

Við lifum á þessum árum eftir Krist. Nær öll saga mannkyns er auðvitað fyrir Krist – það er þetta merkilega niðurtal sem lifendur á hverjum þeim tíma voru auðvitað grunlausir um að ætti sér stað. Stórmenni og heimssögulegir viðburðir eiga sinn stað á skeiði sem metið er áður en atburðirnir gerðust sem við lesum um hér.
Predikun

Hvað ætlast Guð til af þér?

Gera rétt, ástunda kærleika og framganga í lítillæti.
Predikun

Vitur en vanmáttug

Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Predikun

Satt og rétt

Okkur finnst þetta vera hryllilegt stríð og við hugsum ekki hlýlega til rússneskra stjórnvalda um þessar mundir sem bera ábyrgð á andláti saklausra barna og kvenna í Úkraínu. Við hugsum þeim þegjandi þörfina. Ég var að hugsa um það um daginn hvort ég ætti að ryðjast fram á ritvöllinn og hvetja bændur um allt land til að streyma til höfuðborgarinnar með mykjudreifarana sína og sprauta mykjunni á veggi sendiráðs Rússa í Reykjavík en svo mundi ég eftir því að sendiráðið er við hliðina á Landakots spítala þannig að ég hætti við. Lyktin myndi líka gera út af við nágrannanna. Til eru andar sem tala máli lyginnar. Það þarf að kveða þá niður. Það er gert með máli sannleikans. Mér finnst rússneska rétttrúnaðarkirkjan vera höll undir anda lyginnar um þessar mundir. En biskup þeirrar kirkjudeildar hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu og eyðilagt um eitt hundrað kirkjur. Hann hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa myrt saklaus börn, konur og gamalt fólk. Þessi biskup á skilið að vera á einhverjum slæmum stað eins og ráðamenn í Rússlandi um þessar mundir. Já, helvíti, ég segi það bara fullum fetum og stend við það. En hvar er helvíti og hvað er sannleikur í þessum víðsjárverða heimi. Ég leysi ekki þá gátu í dag.
Predikun

Hvað var fullkomnað?

Í því ljósi virðast orðin „Það er fullkomnað“ enn fjarstæðukenndari. Hvað er fullkomið við þessa atburðarrás – er hún ekki einmitt lýsandi dæmi um brotinn heim, brotin samfélög og brotnar sálir?
Predikun

Leiðtogar á gangstéttinni

Á gangstéttunum er boðskapur barnanna sem selja leikföngin sín okkur hugleiðing um birtuna sem býr í mannsálinni.
Predikun

Kennileitin

Kennileitin og viðmiðin voru öll innra með honum. Innra með sér sá hann þetta fyrir sér og vissi nákvæmlega hvert við vorum að fara.
Predikun

Ákall um frið í heimi

Þegar átök brjótast út á meðal þjóða verðum við, almennir borgarar, varnarlaus og vanmáttug. Réttlát reiði brýst fram í huga okkar gagnvart þeim sem vogar sér að ráðast gegn saklausu fólki.
Pistill

Borið er fram ákall um frið

Úkraína kallar á hjálp, ofbeldismaðurinn veður uppi og það duga engar fortölur á hann, engin rök.
Pistill