Trú.is

Kennileitin

Kennileitin og viðmiðin voru öll innra með honum. Innra með sér sá hann þetta fyrir sér og vissi nákvæmlega hvert við vorum að fara.
Predikun

Hrifsarar og gjafarar

Stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar
Predikun

Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu

Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Predikun

Hreinskilni

Á miðvikudag eftir hádegi keyrði ég sem leið lá frá heimili mínu á Kársnesinu til Hafnarfjarðarkirkju. . Þá kveikti ég á gufunni og hlustaði á athyglisvert viðtal við konu á Akureyri sem rekur þar kaffihús, eða starfar þar. Ég bara man það ekki, hvort er. Þegar hún var búinn að vinna þar um langt skeið þá fór hún að velta fyrir sér hvort hún gæti ekki gert eitthvað annað við afgangs matinn en að henda honum í ruslið.
Predikun

Þrælgott

Barnaþrælkun er svo enn einn þátturinn – en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er mikið af sætindum í verslunum okkar sannkallað þrælgott. Það er framleitt af börnum sem þurfa að búa við ömurleg kjör.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Að létta bróður böl

Kristur gekk inn í kjör Mörtu og Maríu er þær misstu bróður sinn. Þannig sýnir hann miskunnsemi og kærleika Guðs til okkar mannanna. Guð starfar allt til þessa. Kristnum körlum og konum ber því að sýna bróður og systur umhyggju, stuðning og kærleika. Þjóðkirkjan vill styðja hælisleitendur og fólk á flótta. í Breiðholtskirkju er að myndast alþjóðlegur söfnuður þar sem margir eru flóttamenn og hælisleitendur. Djákni var nýlega vígður til að þjóna í alþjóðlega söfnuðinum og Breiðholtssókn.
Predikun

Að vernda virðuleika flóttafólks

Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus.
Pistill

Gestrisnin: Hin æðsta dyggð

Reglum gestrisninnar hefur verið lýst sem því sviði þar sem trúarhugsun Miðausturlanda kemur til framkvæmda gagnvart manninum sem kærleikur, ekki aðeins gagnvart þeim sem tilheyra sama ættbálki eða fjölskyldu heldur gagnvart hverjum þeim sem kveður dyra. Gestrisnin er þannig í raun birtingarmynd hins sanna guðsótta, sem er í grunninn traust á lífsstyrkjandi mátt góðs guðs, sem endurspeglast í gestrisninni.
Predikun

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun

George Floyd, Job og Jósef K.

Í Réttarhöldum Kafka vaknar Jósef K. einn morgun í greipum fjandsamlegs kerfisbákns gagnvart hverju hann upplifir sig fullkomlega vanmáttugan. Á svipaðan hátt upplifir Job sig í greipum fjandsamlegra afla, valdakerfis, sem sviptir hann öllu sem honum er kært og gefur hann þjáningunni á vald. Og það er átakanleg og óþolandi staðreynd að stór hluti mannkyns er fórnarlömb kerfisbundinnar kúgunar og kerfislægrar mannfyrirlitningar, mannfyrirlitningar sem hefur, að breyttu breytanda, svipaða grundvallarafstöðu til fólks og Satan í Jobsbók, sem sé þá að það eigi ekkert gott skilið, einfaldlega vegna þess að það tilheyrir jaðarsettum samfélagshópum, hvort sem er vegna uppruna, húðlitar, trúar, eða efnahags.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun