Trú.is

Plógfarið

Andspænis þessu verður kirkjan að játa synd sína. Einnig í nafni þeirra sem ekkert geta játað lengur. Og þessari játningu verður að fylgja iðrun og yfirbót. Annars er hún ekki sönn.
Predikun

Af ösku og endurskoðun

En kannski er það eins með hraunið og Biblíuna, eitthvað gerist í samtímanum og sá atburður varpar nýju ljósi á hlutina. Ævafornt hraunið í kringum höfuðborgarsvæðið nær einhvern veginn betur að skírskota til raunveruleikans þegar hraun rennur annars staðar á landinu og það rignir ösku í lífi okkar. Biblían verður líka skiljanlegri þegar við berum hana saman við atburðina í samtíma okkar og samsömum okkur þeirri mannlegu reynslu sem í henni er lýst.
Predikun

Gestalistinn

Þar er ekki bara Ívar Guðmunds, Arnar Grant og Unnur Birna heldur líka Jón á Nesvöllum, hann Villi okkar, Árnína blessunin og allir þeir aðrir sem tilheyra söfnuði Guðs.
Predikun

Leiðsögumaðurinn

Hann skapaði öryggi. Við vorum viss um að ef eitthvað kæmi upp á myndi hann vita hvað ætti að gera, hvert ætti að fara og hvernig bæri að bera sig að. Við vorum ekki hrædd við að villast, meiðast, verða úti. Við vorum viss um að komast á áfangastað.
Predikun

Unaðsdalur

Unaðsdalurinn sem bíður okkar verður örugglega líkari þeim sem er þar fyrir vestan, hógvær og lágur, mjúkur undir fót. Hann verður í sjálfu sér eins og ljúf áminning til okkar um að farsældin býr ekki í taumleysinu og óhófinu. Hin sanna velferð, já hinn raunverulegi unaður byggir á því réttlæti sem Guð kallar okkur til.
Predikun

Gleðilegan sunnudag!

Og svo eru enn aðrir sem eru svo uppteknir af konunni sinni að þeir mega ekki af henni sjá nokkra stund. Þetta síðasta er kannski skiljanlegt, en má þá ekki bara taka elskuna sína með í kirkju?
Predikun

Borðið féll en boðið stendur

Þegar húsin springa og jörðin rifnar opnast gáttir sálarinnar og burðarvirki anda manneskjunnar kemur í ljós.
Predikun

Skekin jörð

Þegar jörðin skelfur er grundvöllur þjóðarinnar skekinn. Náttúruöflin láta til sín taka og máttur þeirra hrærir hvert hjarta. Þá er hver og einn, ungur sem aldinn, minntur á, hve ógnarsmá við erum og pasturslítil frammi fyrir reginafli náttúrunnar, andardrætti jarðskorpunnar, veðrum jarðar.
Predikun

Afsakanir

Ágætt dæmi um það hvernig vinnan getur orðið vandamál er að finna í nýlega kvikmynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Myndin heitir Keeping Mum og er hin ágætasta gamanmynd. Keeping Mum segir frá presti einum – Walter Goodfellow - og fjölskyldu hans í söfnuði Little Wallop á Englandi. Presturinn lifir fyrir vinnuna og fátt annað kemst að.
Predikun

Heimboðið

Komið - allt er tilbúið!” Þú þarft ekki að sanna þörf, löngun eða leggja fram vottorð um frammistöðu í trú, þú þarft aðeins að þiggja. Kirkjan okkar, þjóðkirkjan, er framhald heimboðsins. Hún er í sjálfu sér verkfæri, sakramenti náðarinnar. Og þess þurfum við að minnast. Í okkar samtíð og menningu þar sem kröfuharkan vex, þar sem óbilgirnin og heimtufrekjan vex, þar sem lögmálshyggjan læðir krókum sínum æ víðar inn.
Predikun

Veislan

Veislan sem Drottinn Guð býður til er því ólík öllum öðrum veislum - hún er fyrir ökkur öll - þar þrýtur aldrei rými, þar þrýtur aldrei veisluföng, þar erum við öll jöfn. Í dag er sannarlega boðið til veislu - reyndar tveggja veislna. Kirkjugestum er boðið að koma að borði Drottins - að eiga þar sitt hljóða samtal við Drottin Guð - og öðlast fyrirgefningu yfirsjóna sinna og endurnýja við Hann samband sitt og treysta það. Síðar í dag bjóða fermingarbörnin og foreldrar þeirra til veislu, þar sem veislugestir samgleðjast fermingarbörnunum á þeirra merka degi.
Predikun

Stoðirnar

Kirkjunni er stundum lýst með orðinu samfélag – en við erum kannske alveg búin að heyra nóg af því orði. Líklega er það ofnotað. Nei, við eigum miklu betri orð til þess að lýsa því hvað það er sem gerist þegar fólk kemur saman og eflir hvert annað til dáða, huggar hvert annað í sorg og horfir í sameiningu upp til æðri veruleika og háleitari markmiða.
Predikun