Trú.is

Guðleg náð og mannleg öfund

Fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, A textaröð, guðspjall Mt. 20. 1-16. Ég benti á að eftir þessari dæmisögu væri óráðlegt að láta Jesú semja um laun sín vegna þess að hann ruglar alla taxta í mannlegu samfélagi. Það var ekki erindi hans heldur að kenna okkur að lifa í náð.
Predikun

Horft fram um veg við upphaf doktorsnáms

Tilefni þessarar prédikunar er doktorsstyrkur sem mér hefur hlotnast við Árósarháskóla á sviði nýjatestamentisfræða. Ég hef þar störf í næsta mánuði og lýk námi við upphaf árs 2019. Með þessu tækifæri rætist draumur minn um framhaldsnám en áhugi minn á fræðasviði biblíufræða kviknaði í kennslu próf. Jóns Ma. Ásgeirssonar heitins.
Predikun

Ár ljóss og jarðvegs

Það eykst sem af er gefið. Og við getum jafnvel gefið inn í framtíðina með því að skrá okkur á vef landlæknisembættisins sem líffæragjafa. Þannig gæti jafnvel hold, sem ella yrði að mold, orðið öðrum til lífgjafar við ákveðnar aðstæður. Hvernig við síðan rísum upp af jörðu við enda daganna er ekki okkar að sjá fyrir. Guð einn veit – og Guði treystum við.
Predikun

Þú, ég og fjarskylda frænkan í Biblíunni

Biblían er ekki texti sem við lesum frá upphafi til enda, hún er ekki einsleit í stíl og uppbyggingu, hún er samansett af textum úr ólíkum áttum frá ólíkum tíma. Aðferðafræði kristins fólks er að nálgast texta Biblíunnar í gegnum aðra texta hennar, þannig að Biblían verður gleraugun sem við lesum Biblíuna með.
Predikun

Tannleysi og talentur

Biblían er fjölbreytt rit. Fjölbreytnin er svo mikil að hún jafngildir því að þú hefðir í einni bók Sonnettur Shakespeare, lagasafn frá upphafi tuttugustu aldar, innganginn að Gagnrýni hreinnar skynsemi eftir Immanúel Kant, bréf heilags Anselms og búta úr Kantaraborgarsögum eftir Chaucer. Allt í einni bók. Þó er ritunartími Biblíunnar lengri en ritunartími þessara bóka.
Predikun

Kolfallin á talentuprófinu?

Sagan um talenturnar býður okkur skoða okkar eigið líf og þjóðlíf og spyrja þeirrar spurningar hvort við nýtum okkar jarðvistartíma vel. Og við skoðum líf okkar í kastljósi orðanna: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Það er talentuprófið.
Predikun

Trúin er iðkun ekki aðferðafræði

Bænin er öflugasta verkfæri trúarinnar og þar skilur að í kristinni trú, trúariðkun frá aðferðafræði. Trúariðkun mannsins birtist með sambærilegum hætti í öllum hefðum, enda fólk í grunninn allstaðar eins, en kristin trú boðar persónulegt samfélag við Jesú Krist og það skilur kristni að frá annars sammannlegri trúariðkun.
Predikun

Vald væntinganna

Hvernig er trú þín? Lætur þú mynd af Guði sem er kröfuharður og ágengur loka þig inni í óttanum - eða opnar þú faðminn fyrir gjöfum Guðs sem þér eru gefnar til góðs fyrir sjálfa þig og aðra?
Predikun

Billjónir milljóna

Í ályktuninni segir: „Allt er samtengt, lífríki, lofthjúpur, vatn, tækni, veður, straumar, skorpuflekar og bálið í jarðarmiðju. Menn gegna ekki aðeins smáskyldum ... heldur alheimsskyldum.“ Hver á heiminn?
Predikun

Með hvaða hugarfari?

Það að ætla sér að gegna æðsta embætti kirkjunnar og vinna ekki sérstaklega að úrlausnum fyrir fjárvana söfnuði eftir blóðugan niðurskurð gengur t.d. ekki. Það að ætla sér að gegna æðsta embætti kirkjunnar og huga ekki að sálarheill og högum þjóna hennar gengur t.d. ekki. Það að ætla sér að gegna æðsta embætti kirkjunnar og halda að það sé hægt að eignast það sama embætti gengur t.d. ekki.
Predikun

Ástrík hlustun eflir læsi barna

Við trúum því að við séum hér til þess að sigra. Við göngum út frá því að helsta verkefni okkar í veröldinni sé það að ávinna okkur stöðu og ná árangri. Hvenær byrjaði þessi skynvilla? [...] Og því meira sem við leggjum á okkur við það að sigra því minna hlustum við á börnin okkar, einkum drengina.
Predikun

Traust ... sjálfstraust

Í dag erum við minnt á að það að segja takk, nær lengra heldur en bara að eyrum manneskjunnar sem stendur við hliðina á okkur. Okkar hlutverk er að lofa Guð og þakka honum fyrir sköpunarverkið allt.
Predikun