Trú.is

Internetið og óravíddir himinsins

„Ég held að á svo til öllum heimilum árið 2000 verði einskonar viðbót við símtækið, sem við höfum núna. Þá höfum við lítið ritvélarborð, við höfum sjónvarpsskerm, við getum fengið síðu á sjónvarpsskerminn úr hvaða alfræðibók eða fræðiriti sem okkur sýnist, þannig að við þurfum ekki að hlaupa á bókasöfnin og fletta upp í bókum.“
Predikun

Kirkjudagur aldraðra

Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðra í þjóðkirkjunni. Eldri borgarar eru stór hópur fólks. Ellin er ekki eitt æviskeið, heldur nokkur tímabil. Það er mikill munur á þeim sem er rétt nýbúinn að ná eftirlaunaaldri eða þeim sem kominn er fast að tíræðu. Það er við hæfi að helga öldruðum einn helgidag kirkjuársins af ýmsum ástæðum.
Predikun

Spyrjið um gömlu göturnar...

Rætur okkar Íslendinga eru margþættar og uppruninn margvíslegur. Hvorugu verða gerð nein skil í stuttu máli. Hins vegar skal áréttað að kristin trú er órjúfanlegur þáttur í rótum og uppruna þjóðarinnar.
Predikun

Hver er hann eiginlega, þessi karl?

Þetta verkefni er okkur fengið eins og eldra fólki á öllum tímum og það er sannarlega full þörf fyrir huga okkar og hendur í þágu hinna ungu afkomenda okkar. Við þurfum að miðla reynslu arfinum til þeirra, ekki síst þeim trúarlega.
Predikun

Að lifa lífinu og deyja því

Við skulum vera alveg edrú í þessu. Spyrjum bara beint: Eigum við bara að taka því si sona að styrkur hjartans, – vonin sem við finnum vaxa með okkur þegar sjón hjartans eflist, – að þessi kraftur sem allir sem iðka bæn þekkja sé sami krafturinn og reisti Krist frá dauðum og lét hann setjast ofar öllu mannlegu valdi?
Predikun

Gráar hærur eru heiðurskóróna

Trúfesti Guðs við þau sem bera kórónu hinna hvítu hára og nærvera hans í blíðu og stríðu hefur fylgt þessu ágæta fólki á langri ævi þeirra.
Predikun

Aldur og uppstigning

Við berum þess merki að tíminn líður. Miklu varðar að geta treyst því og trúað að til einhvers sé og hafi verið að lifa. Guðsvitund og trú gefa og glæða þá sýn.
Predikun

Að íklæðast Kristi

Mér er minnisstætt í fyrra í Staðarkirkju í Grunnavík þegar ég skrýddist skjálfandi af kulda snjáðum grænum hökli frá 1662. Hann er 349 ára gamall. Mér er það afar minnissstætt. Ég velti því fyrir mér í dag hvernig þessi nýi hökull og stóla muni koma til með að líta út árið 2360? Já, tíminn er afstæður.
Predikun

Guð á himni, Guð á jörð

Frásögn uppstigningardags eru vanmegna tilraunir til að tjá mannlegum orðum það að Kristur er alls staðar nálægur. Himinninn er á máli Biblíunnar ekki staður á landakortinu heldur samheiti við Guð. Himinninn er það sem er efst og innst, og umlykur allt, yfir og allt um kring, eins og lífsloftið sjálft.
Predikun

Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað

Í nútímanum er mikið talað um hamingjuna. Öll viljum við jú, lifa hamingjuríku lífi. Eftir því sem ég sjálf verð eldri er ég sannfærð um það að jákvætt hugarfar hafi mikil áhrif á líðan okkar svona dags daglega.
Predikun

Upp og niður

Í manninum mætast því hugtökin tvö – upp og niður. Lýsir það ekki vel hugsunarhætti okkar þar sem við erum stöðugt með vísanir í þessar tvær höfuðáttir.
Predikun

Uppstigningin og kristniboð Páls postula

Postulasagan hefst á frásögninni af uppstigningu Jesú. Hann hafði í fjörutíu daga eftir dauða sinn birst postulunum sem hann hafði valið og gefið fyrmæli. Í þessa fjörutíu daga talaði hann um Guðs ríki og neytti matar með þeim.
Predikun