Trú.is

Ég get ekki trúað

Í hjarta síðnútímamannsins er trúin dauð. Trúin á allar stórar sögur er horfin. Við trúum ekki lengur á neinar alsherjarlausnir. Það er búið að prófa allt og það hefur ekkert virkað.
Predikun

Skot í mark

Í lífi og samfélagi gerum við stundum mistök, gerum tilraunir sem mistakast og skjótum jafnvel langt frá markinu. Hvað er til ráða: Elskið, elskið, elskið.
Predikun

Hinum óþekkta Guði

Völvan unga varð að læra og horfast í augu við að heimurinn er harður, að hugsjónir, hrein trú og heilindi væru lúxus, sem aðeins glóparnir geta leyft sér. Ásættanlegt?
Predikun

Upp er niður

Leiðin upp í himininn er alltaf niður í gegnum mannheim. Leið elskunnar til Guðs er vegleysa nema um lendur mennskunnar. Himinhopp trúarinnar verða engin nema með því að fara fetið meðal þurfandi manna.
Predikun

Yfirburðir elskunnar

Við erum ábyrg fyrir hugsun okkar og gerðum og munum að það sem við leggjum rækt við vex og dafnar. Kristur hvatti okkur til að rækta með okkur elskuna. Ást til Guðs af heilum hug, elsku til náungans og elsku til okkar sjálfra.
Predikun

Getur þjóð eignast nýtt hjarta?

Hvernig gat það gerst sem orðið er? er hin stóra spurning Gamla Testamenntisins rétt eins og rannsóknarskýrslunnar okkar. Hvernig gat heilt þóðfélag farið á hliðina með þeim hætti sem við blasir? Og það merkilega er að svörin eru hliðstæð.
Predikun

Byggjum upp til hamingju og sáttar

Margir vilja meina að þegar hið meinta góðæri stóð sem hæst hafi verðmætamat brenglast og siðferðisþröskuldar lækkað á kostnað þeirra gömlu siðferðisgilda sem áður voru í heiðri höfð.
Predikun

Ég kalla ykkur vini

Skiptar skoðanir voru á félagsstarfinu, sumum þótti ekki sómi að félagsmönnum þar sem þarna væru m.a. saman komin nokkur af örgustu götufíflum bæjarins auk þess sem það vakti grunsemdir að engin loforð skyldu tekin af meðlimum þessa félagsskapar við inngöngu.
Predikun

Seðlabanki og lífið

Umhyggja, samfélagsábyrgð, samtryggingarafstaða hafa verið töluð niður. Á okkur hvílir nú sú afstaða að tala upp, hugsa upp, byggja upp siðvit og biðja upp von og gleði. Skilaboð “seðlabankans,” hagstefna himinsins og stefna kirkjunnar fara saman og varða hamingju og velferð.
Predikun

Guð og mamma

Það eru gömul sannindi og ný að trúarþörf manneskjunnar er eins rótlæg og leitin að móðurbrjósti. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar styðji barnið sitt til þess að fá þessari þörf fullnægt. Til þess þurfa þau hvatningu og stuðning kirkjunnar og þeirra sem eldri og reyndari eru.
Predikun

Vinur Guðs

Þetta eru máttug hugtök og byggð á þeim veruleika sem um ræddi hér að framan – að vera í Guði, dvelja í anda hans og ást allar stundir. Þeim veruleika fylgir m.a. Friður, Bænheyrsla, Fögnuður, Elska - og samnefnarinn er Trú.
Predikun