Trú.is

Jesús er um borð í þjóðarskútunni okkar

Jesús er um borð í þjóðarskútunni okkar. Hann tranar sér ekki fram með látum heldur hefur hægt um sig. En hann svarar hins vegar þegar hann er beðinn hjálpar. „Jafnvel vindar og vatn hlýða honum“ sögðu lærisveinarnir og undruðust mjög. Þegar hann var kallaður til ráðuneytis var lærisveinunum borgið þrátt fyrir veðurofsa og háar öldur.
Predikun

Sjómannadagurinn, dagur minninga og fyrirbæna

Á bakvið stjörnurnar fjórar í fána sjómannadagsins, sem minna á þau sem hafið tók, eru slíkar spurningar og angistaróp sorgar og harma. Hugur okkar er hjá þeim sem syrgja og sakna, við sendum þeim kveðju samúðar og samstöðu úr helgidóminum. Við eigum ekki svörin, nema það svar sem umhyggjan gefur og samhygðin, það er svar kærleikans.
Predikun

Íshafskirkjan og öryggisverðirnir

Guð er samt svo miklu meira en andlegur öryggisvörður sem á að passa upp á það að ekkert hendi okkur, enginn háski mæti okkur, engin sorg verði á vegi okkar. Guð er nefnilega líka sem kærleiksríkur vinur og vinkona, eins og faðir okkar eða móðir sem styrkir okkur og hjálpar til að gefast ekki upp, þegar á móti blæs, hjálpar okkar að rísa upp aftur...
Predikun

Sólfáður sær, - Prédikun á Siglingahátíðinni á Húsavík

Ég bið góðan Guð að blessa þessa Siglingahátíð á Húsavík sem hafin er og býð sæfarendur og aðra góða gesti velkomna til hafnar á Húsavík. Ég sé fyrir mér fallegar skonnortur kljúfa ölduna eina af annarri þar sem siglutré af öllum stærðum og gerðum bera við himinn, hvert með sínu lagi, með sínu krosslagi sem benda óbeint á þann sem fer fyrir hverjum sérhverjum knerri, frelsarann Jesú Krist
Predikun

Bláalda, svíf þú, svíf

Rósa minnir okkur í kvæðinu á að hafið tekur á sig ýmsar myndir. Það er „mislynt á blessun og bölvun,“ það er að í því getur búið í senn lífsbjörg og hel manneskjunnar. Í dag niðar það hér við höfnina, „hljóðlátt og dreymandi,“ með orðum skáldsins, en í annan tíma getur það orðið sem „brimstuna öskruð í myrkri, sem veit ekki af degi.“
Predikun

Leiðin gegnum brim og boða og voðasker

Það er mikilvægt að þekkja hætturnar sem varast ber, skerin, boðana, grynningarnar. En það er annað sem er mikilvægara: Að þekkja og rata leiðina milli þeirra.
Predikun

Stígum inn í óttann og sækjum fram

Guð er hjá okkur í anda sínum í blíðu og stríðu. Hann er með okkur þegar við búum við óvissu hvað varðar fiskveiðimálefni þjóðarinnar. Hann hvetur okkur til þess að stíga inn í óttann og sækja fram því að sókn er besta vörnin.
Predikun

Náð Guðs í ljósi skuldaklafans

Nú þurfum við að byrja frá grunni, hyggja sem aldrei fyrr að því sem gefur lífi okkar raunverulegt gildi, hyggja að því hverjar eru grunnstoðir efnahagskerfisins á Íslandi, ná nýrri þjóðarsátt um stefnu okkar og markmið héðan í frá, efla með okkur gagnkvæmt traust. Þar er liðsinni þjóðkirkjunnar mikilvægt sem laðar og leiðir börnin og unglinga til fylgis við meistarann frá Nazaret sem kyrrði vind og sjó.
Predikun

Sjómannslíf

Í tilefni sjómannadagsins er athygli okkar beint að þeim hluta guðspjallanna sem fjalla að einhverju leyti um ógnir hafsins og þær hættur sem sjófarendur geta ratað í. En Guðspjall sjómannadagsins ber með sér dýpri og mikilvægari boðskap. Það minnir okkur á að Guð er alltaf nálægur, í öllum okkar aðstæðum.
Predikun

Í voða, vanda og þraut

Boðskapur trúarinnar er ekki ósvipaður vita sem lýsir í myrkrinu. Hann er óháður því hversu þugnvopnaður nútíminn er og hversu hratt hann siglir. Nei, þessi skilaboð eru skýr. Þau kalla okkur til ábyrgðar gagnvart gjöfum Guðs og minna okkur á hlutverk okkar.
Predikun

Viðmiðin

Þið þekkið mörg hver skrítluna um messaguttann. Sú saga var sögð um miðja öldina sem leið. Guttinn hafði eitt hlutverk um borð sem ekki mátti fyrir nokkurn mun bregðast. Það var að færa skipstjóranum fyrsta kaffibolla dagsins upp í brúna.
Predikun

Gleðilegan sunnudag!

Og svo eru enn aðrir sem eru svo uppteknir af konunni sinni að þeir mega ekki af henni sjá nokkra stund. Þetta síðasta er kannski skiljanlegt, en má þá ekki bara taka elskuna sína með í kirkju?
Predikun