Trú.is

Íslenska fjallið

Við erum góð þjóð, gott fólk í góðu landi og innst inni vitum við það því að veggirnir í stofum okkar tala einum rómi og minna okkur á að fjallið er eitt þótt byggðirnar séu margar og viðhorfin misvísandi.
Predikun

Jón & Jesús: Beðið eftir þjóðmenningu

Fagnaðarerindi dagsins er um túlkun á menningararfi, þjóð-menningu, sið og inntaki gilda í menningu ákveðins lands á ákveðnum tíma. Síðan þá hefur sá siður og þessi túlkun sem Kristur býður okkur upp á, átt sér stað í menningu heimsins, fyrst hinum vestræna, eftir því sem kristindómurinn breiddist út.
Predikun

Á hverju byggjum við og hvert stefnum við?

„Við erum ósjálfbærust í heimi. Ef allir myndu lifa eins og Íslendingar þyrftum við tíu jarðir.“ Þessi orð voru fyrirsögn á vefmiðli sem ég las nýverið. Þau voru svo sannarlega nógu sterk til að fréttin sjálf væri lesin. Oft er haft á orði að við séum best og fremst þjóða heimsins og segir það til um sjálfsmynd þjóðarinnar.
Predikun

Trú og þjóð

Hvað er það sem gerir eina þjóð að þjóð? Það er sameiginlegt land, sameiginlegur arfur, sameiginlegar minningar, sameiginleg trú og lífsviðhorf.
Predikun

Kirkjan er lífvörður þjóðarinnar

kirkjan er nefnilega ekki bara bundin “væntingum” þjóðarinnar, því væntingar eru ómælanlegt hugtak, kirkjan er einfaldlega skuldbundin þjóðinni, kirkjan er lífvörður þjóðarinnar og hún er skuldbundin Kristi að feta veginn hans, frelsi kristins manns er fólgið í skuldbindingum við Guð og náungann en ekki eigin hag. Það er mín bjargfasta trú að erindi kirkjunnar sé fjöregg þjóðarinnar.
Predikun

Vegur til lífsins

Jón Sigurðsson var alinn upp við það gildismat er Jesús Kristur birti og boðaði. Gildismat sem byggist á kærleika Guðs okkur til handa og vissunni um að allar manneskjur mega kynnast því gildismati.
Predikun

Brautryðjandinn

Þegar Jesús kallar fólk til fylgdar við sig og sendir út til að greiða götu hins góða og sanna, þá kallar hann ekki á hetjur, engla eða dýrlinga, hann kallar á venjulegar manneskjur, manneskjur með hjartað á réttum stað og fæturna á jörðinni. Á slíku fólki þarf heimurinn að halda. Þannig fólk skulum við vera.
Predikun

Hvatberi hins góða

Þolum við þá tilhugsun að lifa í samfélagi sem markað er tortryggni, ótta og reiði? Nei, það gerum við ekki og við eigum ekki að gera það!
Predikun

Það er ekki sjálfgefið

Þannig er það núna, þegar íslenska þjóðin hefur lotið í gras og skynjar að hún hefur farið vill vegar, verið leidd inn í öngstræti auðhyggju og áhættufíknar og fyrirhyggjuleysis. Þá er von og ljós framundan.
Predikun

Horft frá Hellisgerði á 17. júní

Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi og gleðilega þjóðhátíð. Ávallt fer vel á því að við Hafnfirðingar, hvaðan sem við eigum uppruna okkar að rekja, komum saman hér í Hellisgerði á þjóðhátíðardegi 17. júní. Hér nemum við höfga angan gróandans.
Predikun

„Inn í gott land“

Morgunlestur þessa miðvikudags geymir jákvæða sýn á framtíðina. Vonarsýn. Þar segir: „Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land.“ En hvað er gott land?
Predikun

Gleðilega þjóðhátíð

Að hlusta á hjartslátt landsins í hrauninu hér á Þingvöllum treystir heilbrigða þjóðernisvitund hvers Íslendings sem hingað kemur. Við þurfum einnig að treysta stöðu Alþingis og íslensku þjóðkirkjunnar – þá mun okkur vel farnast í okkar fagra landi.
Predikun