Trú.is

Hér er kall, um köllun frá konum til kalla

Ung kona leggst til svefns eftir annasaman dag. Hún býr ein í íbúð í stórborginni. Henni finnst það gott. Hún er rétt að festa blund þetta kvöld þegar hún heyrir þrusk. Það er eins og eitthvað hafi verið að detta. Eitthvað þungt. Hún spennist upp. Hvað er í gangi? Skyndilega kviknar eldur og rödd heyrist úr eldinum miðjum: „Ég er Metatron, sendiboði hins heilaga Guðs.“
Predikun

Hvert líf er dýrt

Félagslegir og steinsteyptir múrar eru enn víða í heiminum, þó aðrir hafi fallið. Í Evrópu rís óttinn upp eins og bylgja, óttinn við hið framandi og reynist stundum á rökum byggður, einkum þegar tjáningarfrelsið virðist notað í því skyni einu að ögra. En ef við látum óttann ráða för eru afleiðingarnar aðeins fleiri múrar, fleiri byssur, minna rými fyrir félagslegt og persónulegt frelsi. Kristin trú sækir sér kjark í Orð Guðs sem segir: ,,Ótti er ekki til í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann” (1Jóh 4.18). Við sækjum styrk okkar til kærleikans og sýnum heilindi í allri framgöngu.
Predikun

Hjónaband er vanaband

Við undirbúum brúðveislu og athöfn af kostgæfni. Búum jafnvel til gátlista og fáum gott fólk til að aðstoða okkur. En hvernig undirbúa brúðhjónin sig sjálf? Og hér ég er ekki að tala um ferðirnar í ræktina eða á sólbaðsstofur, snyrtistofur eða til hárgreiðslumeistarans. Ég á við hið innra.
Predikun

65% meiri gleði

Brúðkaupið í Kana er gleðiguðspjall sem sýnir okkur að gleðistundin sem við upplifum á brúðkaupsdegi er lífstíðarloforð. Loforð um líf í ást, trú og gleði. Loforð um líf í nærveru Guðs, sem elskar heiminn og elskar þig og vill að þú brosir a.m.k. 65% meira!
Predikun

Að viðhalda gleðinni

Jesús er að viðhalda gleðinni og þegar haft er í huga hversu mikilvægur og gleðilegur áfangi brúðkaup er í lífi fjölskyldna er töluvert í húfi. Í Jóhannesarguðspjalli eru það fyrst og fremst prestunum sem hættir til að spilla gleðinni og án þess að vilja falla sjálfur í þá gryfju, vaknar óneitanlega sú spurning hvort Jesús sé að leggja blessun sína yfir drykkju með því að viðhalda gleðinni og auka á vínið.
Predikun

Tímasetningar

En það er líka til annars konar tími. Himneskur tími, þar sem allt þetta útreiknanlega hverfur og eftir standa óteljandi möguleikar. Þetta er tími Guðs og hann brýst stundum inn í líf okkar og opinberar okkur dýrð Guðs. María vissi það að Jesús gat gert eitthvað í vínskortinum. Og hún ætlaðist til þess af honum að hann myndi bregðast við. Því að það er þannig með Jesú að hann getur ekki bara, hann gerir. Þar sem Jesús er til staðar, þar verður ekki skortur.
Predikun

Vín verður til

Já, vínið endist og það sem meira er – það er ekkert smáræðis mál að búa til vín.
Predikun

Breyta vatninu í manninum í ....

Er maðurinn eins og vatnsker sem fyllt er vatni. En breytist vatnið í manninum í vín, dýrindis vín?
Predikun

Brúðkaupsgesturinn

Margir drykkjumenn leggja þessa sögu á minnið og er hún þeim kær enda nota þeir hana til þess að réttlæta óhóflega víndrykkju sína og bæði með sjálum sér og fyrir öðrum.
Predikun

Skandall í brúðkaupi?

Þegar ég gúgglaði orðin „Vilhjálmur Kate hjónaband“ þá fékk ég 14400 niðurstöður á íslensku. Hliðstæð leit á ensku gaf 163 milljón niðurstöður. Það var semsagt og er líklega enn mikill áhugi á parinu unga. Enda er þetta efnilegt ungt fólk og myndarlegt og þau eiga framtíðina fyrir sér.
Predikun

Gaman í Kana

Lúther var hugfanginn af þessu guðspjalli. Í hans túlkun er vatnið á kerjunum tákn fyrir hina gömlu tíma – þá sem hann kenndi við lögmálið.
Predikun

Meira vín – meira fjör

Veislumál og víngerð – koma þau okkur við? Ólánsveislan í Kana er táknsaga um klúður. Skandall varðar okkur öll. Hvað gerir þú þegar áföll verða? Þú getur reynt að lifa af hryllinginn, sjúkdómana, harminn, hrunið. En er eitthvað meira, er einhver von? Meira vín – meira fjör?
Predikun