Trú.is

Á hverri árs- og ævitíð

Sumum finnst til dæmis erfitt að verða þrítugir og finna æskuna fjarlægjast sig smátt og smátt. Aðrir upplifa sterkar tilfinningar í gegnum tímamót í lífi barnanna sinna, t.d. þegar þau fermast, taka bílprófið eða flytja að heiman. Og það reynir ekki bara á einstaklinginn með nýjum hætti við hverja breytingu í lífinu. Það getur líka reynt á hjónabandið eins og „afinn“ í sjónvarpinu fékk að ganga í gegnum.
Predikun

Tíu ráð til að verða barnslegri og nálgast þannig guðsríkið

Við gætum jafnvel endað með tíu barnaboðorð. Úr þeim mætti jafnvel búa til tíu ráð til að verða barnslegri og nálgast þannig guðsríkið. Kjarninn í þeim er kannski tvíþættur. Tvöfalda barnsboðorðið.
Predikun

Frelsi til að leika sér

Höfum við ekki oft heyrt um gildi þess að varðveita barnið í sér? Er ekki barnið í því hlutverki að sprengja ramma hins fyrirsjáanlega og leiða hið óvænta inn á sviðið? Er Jesús að beina okkur inn á svið leiksins og uppgötvunarinnar með því að benda á börnin sem fyrirmynd?
Predikun

Lærisveinar á villigötum

Það er eitthvað einstaklega nöturlegt þegar kuldinn, hatrið og hin mannfjandsamlega hugsun birtist okkur í nafni háleitra hugmynda trúarbragðanna. Ef slíkt er mögulegt hjá fylgismönnum Múhameðs, af hverju þá ekki hjá lærisveinum Krists?
Predikun

Að vera barnaleg

Það að temja sér lífsafstöðu bernskunnar á fullorðinsárum felur í sér getuna til að takast á við heiminn án þess að vera með varnirnar á lofti. Til að það sé hægt verðum við að mega treysta því að við séum elskuð, að við eigum okkur stað og að fyrir okkur verði séð, hvað sem ytri aðstæður segja. Róttækari verður áskorunin ekki.
Predikun

Ert þú Walter Mitty?

Ég ætla að tala um ástarsögur við ykkur í dag. Við hjónin skelltum okkur nefnilega í bíó og sáum hina myndina sem allir eru að tala um þessa dagana: söguna um Íslandsvininn Walter Mitty.
Predikun

Lífsins taug

Með þetta í farteskinu erum við hvött til að ganga til sérhverrar þjónustu með gleði, minnug þess að við erum hluti af heild. Allir menn eru skapaðir í Guðs mynd. Öll erum við elskuð af Guði og vilji Guðs með okkur er sá að við elskum hvert annað og þjónum hvert öðru í kærleika.
Predikun

Afstaða bernskunnar

Jesús var sannarlega ekki nútímamaður og viðvörun hins franska sagnfræðings á því við um lestur á guðspjöllum Nýja testamentisins en það er engin tilviljun að afstaða Jesú til barna, sem gengur þvert á samtíma sinn og menningu, rímar við vestræna hugsun um réttindi barna. Vestrænar hugmyndir um börn og barnæsku byggja á kristnum grunni og róttæk afstaða Jesú til bernskunnar hefur mótað hugmyndir okkar á þann hátt að við teljum hana sjálfsagða í dag.
Predikun

Að ná sér

Vart opnum við dagblað, hlýðum á ljósvakamiðla eða rennum okkur eftir yfirborði samskiptamiðlanna án þess að við lesum um þennan eða hinn sem er að ná sér.
Predikun

Leyfið börnunum að koma til mín

Börn eru líka fólk. Við eigum m.a.s. að taka börnin okkur til fyrirmyndar. Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma... Sakleysið, varnarleysið, traustið, þetta eru gildi Guðsríkisins. Þetta er það sem við eigum að meta mest í lífinu, og gæta sem best að. Við eigum að hlúa að varnarleysinu, við eigum að verja sakleysið og við eigum að treysta. Guði... En getum við treyst hvert öðru ?
Predikun

Hið brothætta traust

Kastljós á heiður skilinn fyrir að hafa gengið í þetta erfiða mál, stöðvað upphafsmann þess og geranda, og komið af stað nauðsynlegri umræðu um mikilvægt mál, sem vonandi leiðir til meiri árvekni alls almennings gagnvart þessum smánarbletti á samfélagi okkar.
Predikun

Slíkra er Guðs ríki

Við erum í sporum málleysingjans, hins veikburða og þess sem getur í raun ekkert gert nema að taka við og þiggja.
Predikun