Trú.is

Fiðlusnillingur á lestarstöðinni

Spurningin er þessi: Göngum við nokkuð framhjá þessu undri jólanna eins og fólkið á lestarstöðinni gekk framhjá fiðlusnillingnum?
Predikun

Kristur einn af okkur

Nú á aðventunni sendi vinur minn spurningu á facebókinni. Hver eru ljósin sem þú sérð á aðventunni í biðinni eftir þessum jólum. Hver eru ljósin mín í nálægð jóla og á helgri hátíð? Í huga koma bernskujólin, æskuheimilið og dásamlegi undirbúningurinn þá, mamma að sauma jólakjólana á okkur fjórar systurnar, allt svo vel gert, oft sat hún við sauma langt fram á nótt.
Predikun

Hið gamla er nýtt

Maður nokkur spurði nýverið: Er ekki löngu búið að segja allt sem segja þarf í predikun á jólum? Er virkilega hægt að bæta einhverju við eftir tvö þúsund ár? Er þetta ekki bara alltaf sama gamla tuggan?
Predikun

Frátekin jól?

En þó að jólin séu okkur sannarlega kærkomin og mikilvæg og dýrmæt á svo margan hátt þá draga þau ekki heilagleika sinn af því. Og ekki heldur af nokkrum siðum og venjum sem við kunnum að skapa okkur og halda í heiðri og eru breytilegir frá einum stað og tíma til annars.
Predikun

Karlar sem hata konur og karlar sem elska

Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði.
Predikun

Fagnaðarerindið jólanna

Oft er það svo að það sem er raunverulegast er ekki það sem við sjáum með berum augum heldur það sem við finnum og upplifum innra með okkur; ekki það sem við heyrum utan við okkur heldur það sem hljómar innra með okkur; ekki það sem við snertum sjálf á heldur það sem hreyfir við okkur; ekki það sem við segjum sjálf heldur það sem kallar á okkur og talar til okkar.
Predikun

Draumurinn

Og við mig og þig segir Guð: Láttu hjartað ráða. Farðu eftir því sem þú dýpst í hjarta þér veist að er rétt og satt. Láttu draumana rætast, þá drauma sem þú veist að eru ljós af ljósi himinsins, brot af þeirri eilífri blessunarleið sem Guð hefur markað þér og þínum nánustu og þjóð þinni allri. Sú leið er leiðin með honum sem heitir Immanúel og merkir: Guð með oss.
Predikun

Jólin eru þakkargjörð

Guð er stöðugt að biðja manninn um að þiggja gjafir sínar, en oft fyrir daufum eyrum. Sígjörn græðgin í þjóðlífinu blindar augun á margt hið góða sem er framborið og heftir hugsun til að njóta og þakka. Nóg er framboðið af neikvæðri gagnrýni og háværum kröfum, en minna fer fyrir þakklæti. Stundum er sagt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Predikun

Hættan og hetjan

Hitt er svo þverstæðan í þeim vangaveltum, að einmitt mótlætið kallar fram hugrekkið og fórnfýsina sem getur verið af slíkum toga að menn minnast þess áratugum síðar.
Predikun

Jólin alla daga

Nú ganga jólin yfir enn einu sinni, þau koma með miklum hraða og áður en vitum af er þau yfirstaðin og eftir stöndum við og göngum frá. Boðskapur jólanna gengur ekki yfir á sama hátt. Jesús kom ekki aðeins sem lítið bara hin fyrstu jól. Hann kemur alla daga...
Predikun

Réttlæti Guðs í hjarta og heimi

Kynslóðirnar sem lögðu grunn að því þjóðfélagi sem við búum við í dag létu lotningu fyrir Drottni stjórna gerðum sínum. Með kærleiksboðskap kristninnar og boðorðin tíu að leiðarljósi kaus íslenska þjóðin að byggja sér samfélag samheldni og hjálpfýsi.
Predikun

Von heimsins í augum barns

Sagan af fæðingu Jesú í fjárhúsi ögrar þeirri mynd að Guð sé ætíð á bandi hins sterka, í stuðningsliði valds og valdakerfa ... Og þú svarar: Ég var í Betlehem. Og hann spyr: Hvað sástu þar? Þú svarar: Ég sá bestu von heimsins. Og hann spyr: Hvernig lítur hún út? Og þú varar: Hún lítur út eins og þú og ég ...
Predikun