Trú.is

1918

Ætli enginn hafi velt þeirri spurningu fyrir sér hvort landið væri ekki bara fyrir norðan mörk hins byggilega heims? Var ekki tímabært að endurvekja þá spurningu sem vaknaði í lok 18. aldar eftir Móðuharðindin, hvort ekki ætti að flytja þjóðina eins og hún lagði sig á jósku heiðarnar?
Predikun

Leitum ekki langt yfir skammt

Megi nafnið hans áfram vera sameiningartákn og minna okkur sem hér búum og störfum á að leita ekki langt yfir skammt að grundvelli til að standa á.
Predikun

Að telja dagana

Við upphaf nýs árs er gott að spyrja sig einmitt um tímann. Hvernig ver ég tíma mínum? Hvernig vil ég verja tíma mínum? Hvað er mér dýrmætt? Hvernig vil ég forgangsraða? Það er gott að spyrja slíkra spurninga frammi fyrir Guði, í þeim getur verið falin bæn, bænin sem við tökum undir með sálmaskáldinu: <em>Kenn mér að telja daga mína að ég megi öðlast viturt hjarta. </em>
Predikun

Hlúum að lífinu

Þjóðkirkjan vill leggja sitt af mörkum til þessa mikilvæga verkefnis. Ákveðið hefur verið að endurheimta votlendi í Skálholti og til skoðunar er að slíkt eigi sér stað á fleiri kirkjujörðum. Endurheimt votlendis er mikilvægt skref í átt að breytingu á kolefnisbúskapnum.
Predikun

Klikk, kikk og áramótaheit

Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
Predikun

Samhengi og sátt

Við fáum að taka á móti sátt og fyrirgefningu inn í líf okkar, frelsi frá þeirri fortíð sem breytir í saltstólpa, frelsi til nýs lífs, til nýrrar sköpunar, nýs upphafs. Við þurfum engan að klaga, þurfum enga beiskjurót að bera eða kala í hjarta til nokkurs manns því Jesús veit sjálfur hvað í hverri manneskju býr og er fullkomlega fær um að koma á jafnvægi og sátt inn í það sem ójafnt hefur verið.
Predikun

Allt sem við gerum hinni minnstu móður

Þessi linnulausi mæðradauði er glæpur gegn mannkyni. Glæpur gegn mannkyni flokkast sú aðför sem er almenn og kerfisbundin og beinist gegn mannlegri reisn og virðingu. 99% prósent kvenna sem deyja af barnsförum búa í þróunarlöndum. Þetta er engin tilviljun. Mæðradauði er almenn og kerfisbundin aðför að öryggi og mannlegri reisn.
Predikun

Við landamæri nýrra tíma

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.
Predikun

Nýja árið og lífsgildin

Mesti auður þessa lands er fólkið sem hér býr. Í samfélaginu þurfa að vera aðstæður til að koma öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem er hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona á að búa við þær aðstæður að geta vaxið og þroskast, sjálfum sér til farsældar og náunganum til blessunar.
Predikun

Hamingjan er heimilisiðnaður

Hamingja er ekki slys eða tilviljun heldur afrakstur ákvörðunar og stefnu. Hamingjan er ákveðin og raunar ávöxtur ákvörðunar. Hamingjan er meðvitaður heimilisiðnaður.
Predikun

Tímaspan

Ekki bara finnum við stundirnar fæðast og deyja, þær flýta sér æ meir við þá iðju eftir því sem á ævi okkar sjálfra líður.
Predikun

Áramót á 365 daga fresti

Ég held að við höfum gott af því að hafa áramót á 365 daga fresti, svona aðeins til að líta yfir farinn veg og íhuga það sem framundan er. Áramótin marka upphaf nýs tíma og gefur okkur eldmóð til að setja okkur markmið og kraft til þess að breyta og bæta siði okkar og hegðun þar sem það á við.
Predikun