Trú.is

Ljós í myrkri

Boðskapur jólanna er aðalatriðið. Allt sem við gerum og undirbúum okkur fyrir á aðventunni byrjar og endar í þessum boðskap sem fátækir hirðar fengur fyrstir að heyra þegar þeir gættu hjarðar sinnar á Betlehemsvöllum.
Predikun

Hin himneska mótsögn

Fyrstu orð Biblíunnar segja frá sköpun heimsins. Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Guð sagði:„Verði ljós“ og það varð ljós. Orð Guðs varð uppspretta og upphaf alls. Þegar við heyrum jólaguðspjall Jóhannesar verða óneitanlega hugrenningartengsl okkar sterk við þessi upphafsorð Biblíunnar, og það er að sjálfsögðu engin tilviljun. Jóhannes guðspjallamaður er nefnilega að rita sína eigin sköpunarsögu. Þá sköpunarsögu sem tengist komu Jesú í heiminn.
Predikun

Þakklát á jólum

Þegar ég var barn og unglingur var venjan að sækja jólaboð í stórfjölskyldu móður minnar á jóladag. Á öðrum degi jóla, eða í seinasta lagi um áramót, var svo komið að boði í föðurfjölskyldunni. Ein af minningum mínum tengdum þessum ágætu fjölskyldusamkomum er sú, að ég átti auðvitað að þakka ættingjunum fyrir jólagjafirnar sem ég hafði fengið frá þeim. Vandinn við það var hins vegar sá að þurfa að leggja á minnið, hvaða frænka eða amma hefði nú gefið hvaða bók eða peysu, til að geta þakkað almennilega fyrir sig og virðast ekki vera svo vanþakklátur að hafa gleymt gjöfinni.
Predikun

Kærleikurinn, drifkraftur umhyggju og hjálpar

Heimurinn þekkti ekki skapara sinn. Hefur eitthvað breyst? Er það enn svo að við þekkjum ekki hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann, eins og Jóhannes orðar það? Trú er gjöf sem öllum stendur til boða. Trúin er samband við Guð, sem endurnýjast án afláts í baráttunni við hið illa.
Predikun

Rík lík

Það sem þarna er á ferðinni er einfaldlega lýsing á innihaldi Meetoo byltingarinnar. Englarnir í jólaguðspjallinu eru á þönum að hitta Jósef, Sakaría, fjárhirðana í Betlehem, vitringana frá austurlöndum og alla hina karlana og telja í þá kjark til að stíga út úr stigveldiskerfinu en lúta barninu.
Predikun

Keðjur

Við þurfum svo sem ekki að leita langt yfir skammt þegar við viljum gera okkur í hugarlund þá tímalausu keðju sem í okkar tilviki teygir sig í gegnum söguna. Nú í haust þá efndu nemendur í Hagaskóla til söfnunar fyrir vin sinn, hann Óla, sem lá veikur á sjúkrahúsi og beið þess að fara í gegnum erfiða og krefjandi endurhæfingu.
Predikun

Jólabarn

Við erum enn með augun á jötunni þar sem lífið bærist, en þar sem himneskir herskarar áttu sviðið í gær, er hið jarðneska farið að minna meira á sig.
Predikun

Fyrsta sætið

Kannski höfðar ímynd Trumps, sem sigurvegari í samkeppni veraldlegra gæða, sterkar til okkar Vesturlandabúa en við viljum vera láta.
Predikun

Jólin og átökin í heiminum

Þannig hef ég til dæmis kynnst fjögurra manna fjölskyldu, foreldrum með dætur sínar tvær, sem gerðust kristin af því það vakti áhuga þeirra hve kristið fólk sýndi mikinn kærleika.
Predikun

Konungsgjafir

Þetta er gjöfin sem við þiggjum á jólum. Konungsgjöf sem ætluð er okkur. Mér og þér, hvort heldur sem við njótum hughrifa jólanna í botn með allir þeirri gleði sem þeim fylgir, eða við upplifum blendna jólagleði vegna fátæktar, einmanaleika, sorgar eða einhvers annars sem varpar skugga á tilveru okkar. Konungsgjöfin, gjöfin dýrmætasta, er ætluð þér. Og í henni felast verðmæti sem þú ein, eða þú einn, getur ráðstafað. Þú átt í þessari gjöf veganesti sem getur reynst þér lífsbjörg ef þú lendir í hremmingum, verður vegalaus og alls laus. Og þessi gjöf lifir með þér alla daga, sem stjörnum stráð nærvera Guðs.
Predikun

Konungsgjafir

Þetta er gjöfin sem við þiggjum á jólum. Konungsgjöf sem ætluð er okkur. Mér og þér, hvort heldur sem við njótum hughrifa jólanna í botn með allir þeirri gleði sem þeim fylgir, eða við upplifum blendna jólagleði vegna fátæktar, einmanaleika, sorgar eða einhvers annars sem varpar skugga á tilveru okkar. Konungsgjöfin, gjöfin dýrmætasta, er ætluð þér. Og í henni felast verðmæti sem þú ein, eða þú einn, getur ráðstafað. Þú átt í þessari gjöf veganesti sem getur reynst þér lífsbjörg ef þú lendir í hremmingum, verður vegalaus og alls laus. Og þessi gjöf lifir með þér alla daga, sem stjörnum stráð nærvera Guðs.
Predikun