Trú.is

Ein leið til frelsis?

Óttinn við að vera ein án félagslegra tengsla lætur okkur oftar en ekki fallast á mun minna í lífinu en við eigum í raun og veru skilið. Það aftur á móti skilar okkur engri lífshamingju, að minnka okkur til að aðrir í kringum okkur stækki. Innst inni í hjartanu vitum við betur en að fallast á slík skipti.
Predikun

Fólk á flótta

Aldingarðurinn er réttlátt samfélag, þar sem við miðlum öðrum af þeim gæðum sem við höfum svo mikið af. Hann er hluttekningin með hröktum systkinum okkar sem þurfa á okkur að halda. Hann er umhyggjan sem býr í brjósti okkar og meinar okkur að snúa bakinu við þeim sem þurfa á okkur að halda.
Predikun

Rómans og rof

Í dag getum við tekið ákvörðun um að ganga með Jesú á föstunni, skoða líf okkar í ljósi hans, láta ekki tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur en halda fast í hönd Jesú sem styður okkur og styrkir til allra góðra verka. Munum að kærleikur Guðs bregst okkur ekki. Hann byggir ekki á tilfinningum. Og þó andstæðingur ástarinnar, óvinurinn sem vill klofning og rof í mannlegum tengslum, reyni að fella okkur, jafnvel með því að taka sér orð Guðs í munn, látum við ekki undan.
Predikun

Ég trúi ekki heldur á þann Guð

Stephen Fry trúir ekki á valdagírugan Guð. Ég ekki heldur. Jesús var ekki í neinu sambandi við slíkan Guð. Hann er ekki til, var ekki til og verður aldrei til – nema í hugum þeirra sem sækja í vald og hafa eigingjarna þörf fyrir slíkan valdsguð.
Predikun

Að drottna og þjóna

Í svari Krists birtist okkur jú valkostur við hina ánetjandi löngun til að stjórna. Og það er þjónustan.
Predikun

Að koma til sjálf sín

Þegar syndir okkar eru opinberaðar eru það eðlislæg viðbrögð að fara undan og benda á aðra, í stað þess að gangast við og taka ábyrgð á breiskleika okkar. Um það snýst fasta, að opna augun fyrir syndum okkar og láta af því stolti sem að hindrar okkur í að biðja um hjálp til að breytast, hjálp sem yfirleitt stendur okkur fúslega til boða þegar við erum tilbúin.
Predikun

Hálfsannleikur

Þetta er ekki svona hættulegt. Þetta er ekki svona alvarlegt. Það er allt í lagi að prófa, eitt skipti sakar engan. Höfum bara á hreinu: Ef illa fer ber ég enga ábyrgð.
Predikun

Það er gott að Jesú var freistað

Sagan af freistingu Jesú er góð saga. Hún sýnir okkur mannlegan Jesú, færan um að vera freistað og færan um að syndga. Hún sýnir okkur líka staðfastan Jesú, sem leyfir ekki góðum hugmyndum í núinu að eyðileggja betri plön fyrir lífið.
Predikun

Ríki og vald

Guð lætur sig varða líf fólks. Hann lætur sig varða aðstæður fólks, kjör þess og aðbúnað, hann lætur sig varða stjórnmál sbr. þessi orð . . .
Predikun

Útlegð

Aldingarðurinn okkar getur verið réttlátt samfélag, sem hverfur af réttri braut. Hann getur verið ástarsamband sem spillist. Hann getur verið vinátta sem bregst. Traust, sem rofnar. Sönn og einlæg trú sem verður sjálfhverf, fordómafull og dæmandi og víkur af hinni réttu braut
Predikun

Þá lítum við ekki undan

Ljóðmæli Njarðar fanga nokkuð vel megininntak föstunnar í kristnum skilningi. Verkefni kristins manns á föstunni er einmitt að horfast svo fast í augu við sjálfan sig að hann neyðist til að líta undan! – „Og horfa svo aftur án þess að líta undan.“
Predikun