Trú.is

Blindingjar og Epalhommar

Ég held að það sé í eðli okkar að flokka fólk og að hafa fordóma. En það er líka í eðli okkar að tengjast öðru fólki og sýna því kærleika og umhyggju. Stundum þurfum við bara á einni manneskju að halda til að draga huluna frá augum okkar og sýna okkur mennsku þeirra sem við dæmum fyrirfram. Stundum þurfum við að vera sú manneskja.
Predikun

Elsku stelpur!

Krafan að fá að láta rödd sína heyrast hefur ekki fengið ríkan hljómgrunn í gegnum tíðina, það er öðru nær. Og enn í dag heyrum við sams konar ákall þar sem við erum minnt á það hversu langt er í land með að konur sitji við sama borð og karlar. Nærtækt er að rifja upp framlag sigurvegaranna á Skrekk nú í haust, hópnum ,,Elsku stelpur” úr Hagaskóla.
Predikun

Hlustum og bjóðum samfylgd!

Alveg eins og Jesús mætti fólki með samfylgd og samlíðan, þannig skulum við hlusta eftir því sem aðrir hafa að segja okkur og við skulum taka eftir samferðafólki okkar. Þannig vinnum við á móti skeytingarleysinu sem vill stundum ná yfirhöndinni í samfélaginu.
Predikun

Tæming eigin máttar

Þessi vers eru styrkur í þeim þrengingum sem mannlegt líf ber með sér. Þegar við finnum okkur veik og vanmáttug megum við vita að Jesús Kristur er staddur þar með okkur. Og ekki nóg með það: Þegar Jesús er með okkur í ölduróti lífsins er möguleikinn á viðsnúningi, á umbreytingu vanmáttar til máttar, ætíð opinn – ef hendur okkar og hjarta eru opin til að taka á móti.
Predikun

Hinn hæsti í hlutverki hins lægsta

Jesús þvær allt burtu. Hann þvær fætur þeirra. Ekkert orð og engin skýring fer á undan. Hann gengur til verks. Á eftir segir hann: Skiljið þið hvað ég hefi gert. Ég hef gefið ykkur eftirdæmi.
Predikun

Þrír sigurvegarar

Lífsglíman færir okkur verkefni til að fást við. Glíman tekur á og er erfið, hún mótar okkur og gerir okkur að því sem við erum. Það er þessi mannlega reynsla sem Jesús viðurkennir þegar hann segir við konuna: "Mikil er trú þín".
Predikun

Ódauðleikinn

Hafið þið séð klukkuna sem Þórunn Árnadóttir ungur vöruhönnuður hannaði nýlega? Hún mælir tímann með perlufesti. Perlurnar á festinni eru litaðar eftir því hvort þær segi til um klukkustundir eða mínútur, rauðar eða bláar.
Predikun

Mikil er trú þín!

Sagan af kanversku konunni er ein þeirra frásagna, sem mér fundust ekki samrýmast kærleika Krists. Mér fannst frelsarinn ekki koma vel fram við þessa útlendu konu. Hann gerði lítið úr vanda hennar og veikindum dóttur hennar, eins og það kæmi ekki við hann.
Predikun

Mottumessa í Mottumars

Laugarneskirkja er keppandi í Mottumars og verður að segjast að helgidómurinn tekur sig vel út með yfirvaraskegg. Með gleðina að vopni stuðlar átakið að því að veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf til þeirra sem greinst hafa með krabbamein og forvarnir til okkar hinna.
Predikun

Manneskjur með vesen

Hvað gerum við þegar einhver er með ,,vesen”? Hvernig bregst þú við ákalli fólks um hjálp? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir um réttindabaráttu fatlaðra? Hælisleitenda? Samkynhneigðra? Múslima sem vilja byggja mosku? Kvenna? Dettur þér fyrst í hug: Voðalegt vesen er þetta á fólkinu. Ekkert nema athyglissýkin og frekjan. Ísland er nú bara fínt eins og það hefur alltaf verið! Eða reynirðu að sjá neyðina á bakvið ákall þessa fólks? Neyðina sem rekur fólk til að þola ýmis konar niðurlægingu, höfnun, hæðni og jafnvel útskúfun, til þess að fá leiðréttingu mála sinna. Til þess að fá að upplifa þó ekki sé nema lágmarks réttlæti.
Predikun

Hugmyndafræðilegt aðgengi

Einn af fyrstu mönnunum sem sá Jesú og það sem Jesús stóð fyrir var fatlaður maður, einn þeirra sem samfélagið mismunaði og smættaði á dögum Jesú. Hann er einn þeirra sem samfélagið mismunar og smættar enn í dag.
Predikun

Skýrðu mér frá vegum þínum

Kristur átti ekki bara svör á reiðum höndum. Nei, Kristur spurði.
Predikun