Trú.is

Ástarsögur Biblíunnar: Rutarbók

Vandaðar ástarsögur eru nauðsynlegar til að aðstoða okkur við að skilja og samsama okkur með reynslu annara. Í gegnum sögur af tengslum annara, öðlumst við verkfæri til að vinna úr eigin tengslasögu og sögur af ást veita okkur von um að tengslin í okkar lífi megi verða heil.
Predikun

“Hver maður er hálfopnar dyr”

Við sjáum hins vegar á hinum tilvitnuðu orðum í Albert Einstein, að kristnum mönnum er síður en svo alls varnað, og hvernig ætti það líka að vera, þegar við höfum boðskap Krists til að byggja á!?
Predikun

Frelsi frá einhverju og frelsi til einhvers. Frelsinu fylgir ábyrgð. Kristin manneskja lifir í þeirri fullvissu að hún er elskuð af Guði. Í því felst frelsi hennar.
Predikun

Kirkja byggð á bjargi

Flestum finnst sjálfsagt að eitt tungumál sé opinbert tungumál þjóðar. Það þýðir ekki það að fólk megi ekki tala annað tungumál. Það þýðir það að opinber umræða og stjórnsýsla fer fram á íslensku hér á landi. Í skólunum er töluð íslenska í tímum þó börn sem eiga annað móðurmál megi tala það líka.
Predikun

Undrið í leigubílnum

Leigubílstjórinn sofnaði, bensínfóturinn seig og skyndilega var bíllinn kominn upp í 150. Íslenskir þingmenn, ökumaður og starfsmaður Alþingis í bráðri lífshættu. Hver og hvað bjargar á slíkri reisu? Eru englar meðal manna?
Predikun

Ég vakna til að lifa

Þar sem ég sit þarna við tölvuna þetta kvöld, verður mér litið inn á blogg hjá æskuvinkonu minni sem er jafngömul og ég. Við höfum ekki haft samband lengi en ég hef fylgst með henni af og til þar sem hún bloggar mikið og er á fésbókinni. Hún hafði verið að takast á við brjóstakrabbamein og sigrað og verið hraust í rúmt ár. Færslan sem hún skrifaði bar yfirskriftina „Ekki bíða eftir að lífið byrji“.
Predikun

Meiri músík, minna mas?

Ennþá hlustum við á dægurlög sem tjá sársaukann í lífinu, óttann við að vera skilin eftir ein og yfirgefin, og vonbrigðin vegna óendurgoldinnar ástar. Tónlist, sem verður eins og ákall úr djúpi sálarinnar, vegna þess hún sprettur af innstu hjartans rótum og tjáir dýpstu tilfinningar manneskjunnar.
Predikun

Heimboð

Það verður að viðurkennast að á Íslandi í dag virðist svo sem ekki séu allir jafn velkomnir að gæðum samfélagsins. Fátækt er dapurlega staðreynd sem við blasir á Íslandi. Á það erum við minnt sérstaklega í dag á Alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt.
Predikun

Sjódraugurinn

Kærleikurinn er ekki aðeins fögur og hlý tilfinning. Kærleikurinn er athöfn. Hann beinist að einhverju ákveðnu. Og það er eðli hans að gefa, hjálpa og þjóna. Þannig erum við hendur Guðs í þessum heimi. Guð gefi okkur náð til þess.
Predikun

Áin rennur

Verið eins og Galíleuvatn, ekki vera Dauðahafið
Predikun

Sinnaskipti

Við erum farin að gera okkur grein fyrir því að þenslan og góðærið höfðu ekki góð áhrif á börnin okkar, þvert á móti, spenna, pirringur, samskiptaleysi og tímaleysi voru meira uppi á teningnum þá en nú. Þrátt fyrir allt virðist kreppan vera að leiða eitthvað gott af sér.
Predikun

Gullforði tungu og trúar

Sumum hefur betur en öðrum tekist að koma auga á þessar staðreyndir, eða öllu heldur eiga í ríkari mæli en aðrir þessa fullvissu trúarinnar. Jafnvel þótt þeirra tími væri krepputími, eins og þegar Hallgrímur Pétursson kom í þennan heim. Við minnumst hans sérstaklega í dag af þökk og gleði.
Predikun