Trú.is

Kraftaverkið og ranghverfan

Jesús horfir á þau sem hungrar í heiminum í dag og segir: Hvar eigum við að finna mat handa þessu fólki? Og við svörum: “Það er ekki hægt að deila gæðum heims þannig að allir fái.”
Predikun

Brauð og trú

Að vera kristinn er ekki það að kunna skil á leyndardómum tilverunnar heldur treysta því að öllu sé borgið, vegna þess að Guð er eins og Kristur birtir hann og boðar.
Predikun

Brautryðjendur

Elvis Aron Prestley var holdlegur, hann vakti tilfinningar og ögraði með tónlist sinni og sviðsframkomu. Hann fékk fólk til að sleppa sér lausu og njóta, ungt fólk sem var alið upp við strangar siðferðislegar reglur, var farið að leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt og vera til á nýjan hátt.
Predikun

Að trúarbrögðunum gengnum?!

Við erum stödd í flugvél á leiðinni frá Chicago til Minneapolis og fylgjumst með tveimur manneskjum á besta aldri sitja hlið við hlið eiga tal saman. Annað þeirra er vel klæddur karlmaður, sem augljóslega er á ferðalagi vegna viðskipta. Hitt er kirkjusagnfræðingurinn og rithöfundurinn Díana Butler Bass.
Predikun

Ég er - - - - - - -

Sjö sinnum sagði hann “ég er” og smellti svo við stórum hugtökum. Þar með urðu til öflug myndhvörf, ný guðfræði og ný veröld. En tengist þessi sjöa Jesú sjálfsskilningi fólks? Já.
Predikun

Hungur!

Þetta hungur rekur manneskjuna áfram þegar hún skapar sér til líf, við finnum það á unglingsárunum þegar lífið blasir við, við finnum það andspænis skemmtilegum verkefnum í námi og starfi, við finnum það þegar við klífum fjöll og njótum náttúrunnar, við finnum það þegar við erum ástfangin.
Predikun

Synd og skömm

Maður nokkur hafði upplifað breytingu í lífi sínu í kjölfar fyrirbænar bænahópsins. Allt varð betra eftir bænina. Hann fann fyrir friði Guðs. Eftir nokkurn tíma fannst honum allt vera komið í gamla farið, ekkert gekk upp. Nú fannst honum að Guð myndi verða vonsvikinn yfir honum því hann náði ekki að lifa í breytingunni..Friðurinn var úti, órói gerði vart um sig hið innra og það var bara honum að kenna. Nú líkaði Guði örugglega ekki við hann lengur. Guð hefur gefist upp á mér og nú þýðir ekki fyrir mig að leita til hans meir.
Predikun

Jafndægur á vori

Samt sem áður spyrjum við stundum á lífsleiðinni: "Hvernig getum við fengið Guð til að svara bænum okkar?" Það gerum við með því að hlusta á hann, með því að leyfa honum að leiða okkur og treysta honum algerlega fyrir lífi okkar. Þá tekur hann burt allan kvíða, allt óöryggi og allan lífsleiða.
Predikun

Málatilbúnaður illsku og öfundar

Kristur flutti nýja kenningu. Og hver var hún? Stundum tölum við í predikunum bara um nýja kenningu en ekki það hvernig Kristur sá sitt hlutverk í því að vera sá sem uppfyllti spádómana. Hann kom með ný viðhorf inn í trúarheiminn. Hann boðaði og bauð frelsi frá lögmálsþrældómnum.....Pílatus er að leita áþreifanlegra sannana, í áþreifanlegri sök. Hann er ekki kominn til að ræða um trúarheimspeki, eða trúmál yfirleitt. Rök og sannanir, sem til dómsfellingar var það sem hann leitaði.
Predikun

Vöxtur

Já, hvað þarf til þess að eitthvað vaxi? Það byrjar allt með þeirri orku sem í brjóstum okkar býr.
Predikun

Guð í tengslunum

Vald Kærleika Guðs hefur með öðrum orðum ekki áhuga á yfirráðum eða þvingunum heldur miðlar það græðandi krafti. Kærleikur Guðs leitar út fyrir sjáflan sig, til mannkynsins, til hagsmuna fyrir heildina. Guð verður uppspretta allra góðra og réttlátra tengsla.
Predikun

Vonin bregst okkur ekki

Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig, hlúðu að þér svo þú getir hlúð að öðrum. Það er einmitt þetta sem hreyfir við mér, þessi skilyrðislausa elska sem Kristur sýndi og sú skýra framsetning að við getum ekki elskað náunga okkar án þess að elska okkur fyrst. Sem betur fer hafa margar okkar náð því að tileinka sér þetta viðhorf þrátt fyrir andstreymi.
Predikun