Trú.is

Kvennasaga Neskirkju

Það er kirkjusögulegt stórslys í lífi þessa safnaðar að kvenfélagið hafi lognast útaf og það er ekkert verkefni brýnna í Neskirkju en að endurvekja það. Neskirkja var ekki byggð af Ágústi Pálssyni heldur af kvenfélagi Neskirkju sem bókstaflega bakaði frá grunni það kirkjuskip sem við njótum í söfnuði okkar.
Predikun

Gangan

Það er eins og göngunni hafi aldrei lokið og við stöndum við veginn, leggjum greinar okkar á götuna og fögnum konungi lífsins. Kirkjan á ferð með fólkinu sínu ætti enn að ganga til að kalla á réttindi. mannréttindi, lausn. Þúsundir manna leita enn réttar sins og reyna að reisa sig undan drunga kúgunar og niðurbrots. Réttinda til að vera manneskjur, í ljósi elsku Guðs
Predikun

Prestvígsla kvenna og María frá Betaníu

Það vald sem sá enga leið færa aðra en að taka Jesús af lífi til að tryggja völd sín, er sama eðlis og það vald sem finnur sig knúið til að gera lítið úr þeim sem ógna völdum sínum í trúarlegum embættum kirkjunnar í dag. Konur sem krefjast þess að standa jafnfætis körlum í embættum kirkjunnar gera það af ást sinni til Jesú, líkt og María forðum.
Predikun

Hvað er falleg kirkja?

Hún smurði hann til að hann sléttaði allar hrukkur heimsins. Hvað er fagurt – ef ekki það?
Predikun

Kemur náunginn okkur við?

Í umræðunni um þróunarsamvinnu í síðast liðinni viku var því oftar en ekki haldið á lofti að við værum rík þjóð. Staða okkar og afstaða mótast oftar en ekki af samanburði. Í samanburði við fólkið á sléttunum í Malaví erum við forrík þjóð. Það er gott að sjá aðstæður annarra til að gera sér betur grein fyrir eigin lífi og aðstæðum.
Predikun

Hugsjónafólk

Ein af athyglisverðari fréttum vikunnar var um Abdullah Öcalan, leiðtoga kúrdískra uppreisnarmanna í Tyrklandi, sem kallaði eftir vopnahléi við Tyrki eftir 29 ára átök. Öcalan hefur verið í haldi Tyrkneskra yfirvalda síðastliðin fjórtán árin.
Predikun

Sinnaskipti

Óvinir Jesú töldu best að hann dæi. Þeir óttuðust áhrif hans og töldu stöðu sinni ógnað. Það er betra að fórna einum en eiga á hættu almenna upplausn. Í krísu þjóðar er hentugt að finna einn sökudólg, skella öllu á hann, láta hann taka á sig syndagjöldin.
Predikun

Litið í eigin barm

Aðeins með trúnni á upprisuna getum við sýnt þá góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig. Í þeirri og þess konar góðvild eru rætur mannúðarinnar. Jesús opinberar þennan veruleika: Guð er sú ást sem aldrei deyr.
Predikun

Dyr lífs

Dyrum er lokið upp í dag, fegurð helgidómsins blasir við, listin rís í hæstu hæðir. Megi nú þessi morgunstund og helga hátíð nú verða okkur uppörvun og vonartákn sem þjóð.
Predikun

Falinn prestur, Kristur skal skína.

Í því ljósi skiljum við betur kímnisöguna um manninn, sem á fullorðinsárum hélt í fyrsta sinn til kirkjunnar sinnar, hafði aldrei komið inn í slíkt samfélag áður og þegar hann sá prestinn ganga inn kirkjugólfið hrökk óvart upp úr honum, hvaða mennska mörgæs er nú þetta?
Predikun

Dómur, fyrirgefning og iðrun

Allt í einu fá hugtökin dómur, fyrigefning og iðrun merkingu. Það rísa allastaðar upp iðrunpredikarar og líkt Jóhannes skírari forðum og boða iðrum og yfirbót. Kalla menn til ábyrgðar og sértaklega þá sem létu fyrir fallið borga sér himinháar upphæðir fyrir að axla ábyrgð, sem enginn vill kannast við núna.
Predikun

Hósíanna!

Guðspjallið er myndríkt, María smurði fætur Jesú. Hvað gerðist ekki svo í loftsalnum fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Jesús sjálfur sat við dyrnar og þvoði öllum lærisveinunum um fæturna. Fótaþvotturinn er fyrirmynd kærleiksþjónustunnar.
Predikun