Trú.is

Æðruleysi til vonar

Við sem eigum sára reynslu af samleið með áfenginu, en höfum risið upp til lífs og gæða. Við finnum svo vel hve lífið er heilagt og vonin raunsæ. Þá blómgast svo einlæg þrá til að halda áfram um leið og við þökkum og tökum á móti hverjum degi með æðruleysi til vonar.
Predikun

"Dimmir dagar" og "ljós mannsins"

Gleymist stundum að nema staðar? Upplifa, leitast við að skilja það sem í kringum mann er? Á maður að henda því til hliðar, sem gamalt er og manni finnst ef til vill erfitt að skilja?
Predikun

Kranarnir og krossinn

Í dag er dagur krossins, föstudagurinn langi, sem opnar augu okkar fyrir þeim sem þjást. Og andspænis þjáningu krossins finnum við mennskuna sem tengir okkur hvert öðru, í auðsæranleika okkar og varnarleysi.
Predikun

Áhættulaust á hliðarlínunni

Þess vegna er krossinn svo sterkt tákn í kristinni trú, ekki vegna þess að Guð hafi fórnfært syni sínum, það er ekki skilningur guðspjallanna að Guð hafi fórnfært neinum, Guð krefst ekki blóðs, Guð beitir ekki ofbeldi. En það er Jesús sjálfur sem gengur alla leiðina í heimi sem er svo veikur fyrir ofbeldi og grimmd.
Predikun

Hold fyrir hold

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hold fyrir hold - svo hljómar hið forna lögmál og birtist í þeirri mynd að til þess að koma á jafnvægi og sátt, já friði, þurfi að færa fórn.
Predikun

Kross Krists læknar og endurreisir

Kross Krists hefur tvíþætta merkingu því dauði Krists leysir okkur undan valdi syndarinnar og jafnframt sýnir ótvíræða samstöðu Jesú með öllum þeim sem þjást vegna syndarinnar og þeirra sem fremja ranglæti í krafti valds og stöðu sinnar. Kristur er fórnarlamb óréttlætis, hann er fórnarlamb syndarinnar og þeirra sem eru undir valdi hennar. Þess vegna stendur hann með öllum sem þjást. Hann þekkir þjáningu af eigin raun. Jesús segir: „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“
Predikun

Vígi mennskunnar

Við getum deilt um trúarkenningar og trúfræði – en gegnir ekki öðru máli um þá sem sýna með lífi sínu og dauða hvers eðlis trúarreynslan er, sú reynsla sem gefur lífi mannsins djúpa merkingu. Er það ekki spurning um hvað er satt sem skiptir máli, hvað er gott og hvað er fagurt?
Predikun

Kross í bjarma upprisunnar

Þýski presturinn og listamaðurinn Sieger Köder er einn af þeim á þá náðargáfu að segja hið ósegjanlega með list sinni. Hann hefur gert óvenulega mynd af Kristi sem ber krossinn. Myndin var gerð fyrir fjölskylduföður sem mætti dauða sínum í trú en háði mjög langt og mjög hart dauðastríð. Listamaðurinn gerði myndina honum til huggunar og hjálpar.
Predikun

„Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“

Við vitum öll að kross og upprisa Krists hefur ekki einungis miðlægt vægi í kristinni trú, heldur er kjarni hennar. Sá kjarni er útlagður í öllu lífi, boðun, starfi og dauða Jesú og er umfram allt opinberaður af Guði í upprisu Jesú Krist frá dauðum.
Predikun

Bloggað á 17. öld

Bloggið hans Hallgríms felur í sér ýmsar ábendingar og jafnvel hvöss skeyti til samfélagsins, en mér finnst hann þó greina sig frá mörgum bloggurum okkar tíma í því hve fús hann er að taka til sín boðskapinn.
Predikun

Svik við fyrstu sýn

Þegar Martin Montag í sögu Steinunnar Sigurðardóttur horfir í huganum á sinn fyrsta fund með konunni sem hann elskar þá segir hann: „Það voru svik við fyrstu sýn.” Í ljós kemur að þetta heiðarlega innsæi mannsins verður lykillinn að bata hans og lesandinn kveður bókina með von í hjarta.
Predikun