Trú.is

Um hvað er hann eiginlega að tala

„Um hvað er hann eiginlega að tala?!?“ Þessa setningu hef ég margoft heyrt í huga mínum í gegnum árin og þá oftast þegar ég er í kringum fólk sem er að ræða hluti sem ég er alls ekki vel að mér í. Ég man að þetta spratt upp í hugann á mér þegar ég byrjaði í háskólanámi, þá fór ég að heyra orð og orðfæri sem ég var bara alls ekki vanur að heyra. Það var kannski þá sem ég hugsaði líka „Hvað er ég eiginlega að gera hérna!“ En ég fann að þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera og mig langaði að gera. Og hérna stend ég í dag og er búinn að lesa yfir ykkur texta sem þið hugsanlega skiljið ekkert hvað þýðir og hugsið jafnvel „um hvað er hann eiginlega að tala“. Já ég er að tala til ykkar...
Predikun

Týnda taskan og vonin

Það er svo merkilegt að jafnvel í þeirri stöðu, þegar maður fyllist fullkominni angist, finnur sig allt í einu gjörsamlega upp á aðra komin, myndast um leið von um það að maður muni mæta einhverjum sem getur rétt hjálparhönd eða aðstoðað mann við að koma sér út úr ógöngunum.
Predikun

Við erum kristin og komum hingað til að þjóna

Við erum hendur Guðs hér í heimi. Við erum verkfæri Guðs hér í heimi. Við hlýðum kallinu og fetum í fótspor lærimeistarans og frelsara okkar Jesú Krists, sem þjónaði í orði og verki og birti okkur Guð.
Predikun

Stasiland

Tíminn læknar engin sár, heldur aðeins viðeigandi andleg og líkamleg hjúkrun. Sárin verða ekki hreinsuð vel nema með mörgum samtölum og miklum heiðarleika. Börnin með eitruðu genin þurfa sátt.
Predikun

Tónlistin og þakklætið

Upphaf kirkjutónlistar má líka rekja til mannsraddarinnar, því upphafið af tónlistinni í kirkjunni var það að prestarnir, sem voru oft að messa í stórum kirkjum gátu ekki látið orð sín berast nógu langt og fóru því að syngja orðin til að þau gætu borist til allra.
Predikun

Ávaxtakarfan og Elítgryfjan

Í ávaxtakörfunni er í lagi að vera pera. Það má líka vera gulrót þótt allir viti að gulrætur séu ekki ávextir. Og þar sameinast allir um að koma Imma anans í skilning um að hann einn þurfi ekki að ráða öllu og hræða þá sem ekki hlýða honum. Þar eru kynnt hugtök eins og jafnrétti og vinátta. Í Elítgryfjunni er ekki í lagi að vera eins og maður er, heldur er markmiðið að verða eitthvað allt annað og meira...
Predikun

Guð blessi heiðingjana

Í stuttu sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld sló leikari og leikritshöfundur því fram að Íslendingar hefðu áreiðanlega alltaf verið heiðnir.
Predikun

Trúir þú á kraftaverk?

Kraftaverkasögur eru opnunarsögur. Tilgangur þeirra er ekki þekkingarfræðilegur, heldur varðar hamingju manna og lausn fjötra. Kraftaverk varða kraft tilverunnar en ekki úrelta heimsmynd, Guðstengsl en ekki náttúrulögmál. Sagan af laugarbarminum er um nýtt upphaf og nýtt líf.
Predikun

,,Minn eigin rass"

Árið 1980 var sú sem hér stendur aðeins 8 ára gamalt barn, nýflutt í nýtt bæjarfélag, hinu megin á landinu frá þeim stað þar sem hún áður bjó. Flutningurinn var ákaflega spennandi í huga okkar systra, en um leið ógnvekjandi og hristi talsvert upp í annars áhyggjulausri veröld okkar.
Predikun

Beðið eftir lífinu

Alveg eins og fólkið í súlnagöngunum og pílagrímarnir í Lourdes, þá bíða Vladimir og Estragon eftir því sem þeir trúa að þeir þurfi til að geta lifað. Íslenska þjóðin er líka í þessum sporum - hún bíður og bíður, eftir lausnum, eftir réttlæti, eftir því að geta staðið upp.
Predikun

Busl, börn og Bethesda

Vatn nærir okkur, heldur okkur hreinum, læknar og líknar. Vatn er undirstaða lífsins á jörðinni og sjálf erum við vatn að sjö tíundu hlutum. Það er ekki laust við það að maður upplifi þessa fljótandi vídd í sjálfum sér og tengslin við náttúruna og almættið þegar maður hlustar á busl og gleði við Eyrarvatn.
Predikun

Þjóð og kirkja í álögum

Dagskipunin er að standa með hinum útskúfuðu, með hinum líkþráu þessa heims, hver sem lemstrunin er, með þeim sem orðið hafa fyrir hamskiptum og breyst í bjöllu sem veldur eintómum misskilningi og ráðaleysi heimilismanna.
Predikun