Trú.is

Átta þúsund bænir

Átta þúsund blöðrur svifu til himins. Meira en milljón manns var á staðnum og fylgdist með. Átta þúsund blöðrur sem stóðu á fimmtán kílómetra svæði. Átta þúsund blöðrur.
Predikun

Okið er OK

Ég er mjög glöð að ráðherrann hafi orðað þetta með þessum hætti - því það lyftir upp því verkefni kirkjunnar að sýna kærleikann sem við boðum, í verki. Kærleikur er ekki bara eitthvað sem við tölum um á sunnudögum, heldur á trú okkar á lífsins Guð og kærleikans Guð að gera okkur að afdráttarlausum þátttakendum í viðfangsefnum lífsins.
Predikun

Fötluð guðfræði

Hin hefðbunda túlkun á þessum áhrifamiklu sögum af fötluðum einstaklingum sem Jesús mætir, leggur áherslu á að þau öðlast lækningu og verða þarmeð ófötluð. Sá lestur er að mínu áliti fatlaður [...] ef eitthvað er að marka vitnisburð guðspjallanna, þá geta fatlaðir kennt ófötluðum meira um Guð og samhengi lífsins en nokkur annar.
Predikun

Endurgjaldið

Þú leitar mín því að þú elskar mig og vilt færa mér þakkir. Hér er ég. Hér vil ég njóta þakklætis þíns.
Predikun

Móðir, faðir, vinur - Guð

Hver er mynd þín af pabba og mömmu? Ef þú átt bága reynslu af öðru hvoru þeirra muntu draga hana með þér inn í samskipti þín við Guð. Ef þú hefur átt trausta bernsku, traust í foreldrum áttu betri festu í þér fyrir samband við Guð.
Predikun

Ljósalestin vísar veginn

Það er feminískur andi sem leikur um guðspjallið og við drögum lærdóm af ungu konunum og ljósalestinni þeirra. Það er mikilvægt að hlusta á og læra af konum. En það hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið. Karlarnir hafa átt sviðið að mestu eða öllu leyti.
Predikun

Ég er vondur og það er gott

Ralf er ekki ánægður með sína stöðu í lífinu. Hann orðar það fyrst á fundi í félagsskapnum Nafnlausir Vondir karlar. Þar hittast þeir sem finna sig alltaf í hlutverki þess vonda.
Predikun

Ég ætlaði ekki...

„Þetta er spurning um skipulag,“ voru prédikunarviðbrögð þrautreynds forstjóra í messulok. Trúin er ekki utan við lífið heldur varðar allt líf manna, líka skugga, illsku og afbrot. Jesúsagan er um tvo hópa meyja - sem brugðust ólíkt við - en líka um okkur. Hvernig er skipulagið?
Predikun

Einn er vegur allra...

Í spurningunni um það hver ég er, vaknar spurningin um það hvaðan ég er kominn og hvaðan þú ert kominn. Hver er uppruni okkar beggja. Ég held að Jesús hafi m.a. að þeim ástæðum ávarpað Guð sem föður, - til þess að beina athygli okkar að því, hvaðan við erum.... ...Mikilvægast er að vita hver maður er, ekki bara að nafninu til, heldur í öllum skilningi...
Predikun
Predikun

Til heilla

Allt er í heiminum hverfult og heimurinn tekur enda. Þeirri hugsun sér víða stað, enda byggð á reynslu mannkyns sem horft hefur upp á heim sinn hrynja á svo marga vegu. En hugsunin um vonarríka framtíð er það sem gerir hina biblíulegu sýn sérstaka, að Guð eigi sér fyrirætlanir til heilla fyrir okkur, ekki til óhamingju.
Predikun