Trú.is

Vigdís

Söngurinn sem þeir sungu í kosningasjónvarpinu er kostulegur og hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa frambjóðendur verðuga fyrirmynd sem við getum svo sótt lengra aftur, í sjóði frásagna ritningarinnar.
Predikun

Stundum er bænin eina leiðin

Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Predikun

Lærdómar liðins árs og stundir blessunar

Stundum veita erfiðustu stundirnar okkur mestan ljóssins lærdóm. Stundum þroskast hjartað mest þegar þrautirnar eru stórar og missirinn mikill. Nonni vinur minn kenndi mér margt.
Predikun

Tónlist hversdagsins

Ég held það megi vel skoða boðskap Jóhannesar í samhengi þeirra hugmynda sem hér eru ræddar. Erindið sem Jóhannes átti við fólkið rímar furðuvel við hugleiðingar nafna hans, Lennons.
Predikun

Hinir djúpu og himnesku glitþræðir

Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Predikun

Orð og gerðir

Guð skapar með Orði sínu; með því að tala. Er þá nokkuð svo fráleitt að segja, að Guð yrki heiminn? Heimurinn sé hans ljóð?
Predikun

Friður á foldu

Sagt er að fyrsta þroskaverkefni hverrar manneskju sem fæðist sé að finna sig örugga. Nátengt öryggisþörfinni er þráin eftir friði. Við þráum frið í heiminum, frið á milli þjóða, frið innan þjóðfélaga, frið í fjölskyldum okkar og – það sem kannski er dýpsta þrá okkar allra, grunnur sjálfrar lífshamingjunnar – frið í sál og sinni.
Predikun

Orð

Og markmið okkar kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða. Frásögum og orðum sem veita nýtt upphaf, sem veita nýja möguleika, sem reisa okkur við er við föllum, sem gera alla hluti nýja.
Pistill

Er hægt að rækta mildina?

Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Hvíld og fasta

Hann leit á mig og spurði: „Hva, ertu ekki presturinn okkar hérna?“ „Jú, jú, ég er það.“ svaraði ég. „Nú, fastar þú ekki núna fyrir jólin?“
Predikun

Ekki vera Golíat

Sú kirkja sem átti eftir að kenna sig við nafn Jesú átti síðar eftir að öðlast yfirburðarstöðu í heiminum og hefur hana í einhverjum skilningi ennþá. Nýlenduveldin skreyttu sig með krossi Krists þegar þau lögðu að velli heilu þjóðirnar. Á tímum kalda stríðsins var kristin trú eitt af einkennum vesturlandanna andstætt kommúnismanum sem boðaði trúleysi. Og þegar múrar hrundu þá þótti mörgum ljóst að yfirburðir hins fyrrnefnda hefðu þar komið í ljós. Hún hefur löngum verið eins og tröll á velli og hefur undirstrikað það með glæsibyggingum og flóku kerfi embætta.
Predikun