Trú.is

Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu

Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Predikun

Breytnin gagnvart náunganum er mælikvarðinn

Hvar sem neyðin ríkir, þar fáum við tækifæri til að þjóna ekki aðeins þeim þurfandi manni, heldur einnig Guði.
Predikun

Agúrkur og vínber

Í þeim anda erum við stundum í sporum apans í búrinu sem þefar af gúrkubitanum. Miðlarnir sturta yfir okkur sögum af fólkinu sem veifar framan í okkur vínberjunum.
Predikun

Mikilvægi þess að heyra

Þennan dag minnumst við þess mikilvæga starfs sem Kristniboðssambandið stendur fyrir ásamt því að ræða mikilvægi þess að eiga saman samveru þar sem við heyrum Guðs heilaga orð. Kirkjusókn hefur rýrnað með árunum í ýmsum prestaköllum og þess vegna er aldrei mikilvægara en nú að nota eyrun sem góður Guð gaf okkur og heyra!
Predikun

Í fararbroddi

Hjálparstarf kirkjunnar byggist á hinum félagslega grunni þar sem baklandið þarf, að mínu mati að vera sterkt, grasrótin virk, bæði til að styðja starfið fjárhagslega en ekki síður til að styðja starfið með ráðum, orðum og dáð.
Pistill

Ríkir þöggun í samfélaginu um jákvætt og uppbyggilegt starf kirkjunnar?

Svo virðist sem skautað sé fram hjá þeirri staðreynd að félagsleg lausn í knýjandi neyð fólks kemur í þessu tilfelli einnig frá fólkinu í kirkjunum.
Pistill

Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu

Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Predikun

Ofurkrafturinn á aðventunni

Liðböndin og trúin. Enska orðið yfir liðband er ligament, sem dregið er af latneska orðinu, ligamentum, sem þýðir samkvæmt orðanna hljóðan: „Að tengja saman“. Þaðan er dregið enska hugtakið religion, sem við þýðum á okkar ilhýra: „Trú eða trúarbrögð“.
Predikun

Hippókrates, loftslagsváin og ölmusa sköpunarinnar

Þær ógnir, sem steðja að sköpuninni, krefjast þess í raun að allur heimurinn sé samtaka um að leita allra leiða til að hætta öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og umbreyta menningu okkar og hugsunarhætti í átt til sjálfbærni, þar sem efnahagur, náttúruvernd og félagsleg velferð haldast í hendur. Það mætti hugsa sér þetta þannig að öll stjórnvöld, öll fyrirtæki, allir jarðarbúar myndu breyta í samræmi við eftirfarandi grein hins upprunalega læknaeiðs sem kenndur er við Hippókrates: Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni. Fyrsta hluta málsgreinarinnar mætti þá umorða svo úr yrði eftirfarandi eiður og markmiðsyfirlýsing: Ég heiti því að breyta þannig í hvívetna, eftir því sem ég hef vit á og getu til, að það verði náttúrunni og samfélagi manna til gagns en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni. Þar með myndum við gangast við því hlutverki sem Guð ætlaði manninum að sinna skv. 1Mós 2.15: „Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“
Predikun

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Íslendingar vingjarnlegir og kærleiksríkir

Það hefur verið einstök lífsreynsla að fá að koma til Íslands. Við höfum nú verið hér á landi síðan 23. september – heimsótt um 2000 fermingarbörn um allt land og sagt frá lífi okkar og aðstæðum í landinu okkar Malaví.
Pistill