Trú.is

Kumpánar

Máltíðin á að vera heilög stund, í þeirri merkingu að við tökum hana frá. Við ættum að einbeita okkur að því að verja tímanum saman við borðið, vera alvöru kumpánar, hver sem annars tengsl okkar eru. Það er eitthvað nöturlegt við þá tilhugsun að fjöldi fólks æði eftir hraðbrautinni með einhvern skyndibita og að hluti þess fólks hendi umbúðunum svo út um gluggann. Hversu kúlturlaus er hægt að vera?
Predikun

Stundum er bænin eina leiðin

Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Predikun

Lærdómar liðins árs og stundir blessunar

Stundum veita erfiðustu stundirnar okkur mestan ljóssins lærdóm. Stundum þroskast hjartað mest þegar þrautirnar eru stórar og missirinn mikill. Nonni vinur minn kenndi mér margt.
Predikun

Hinir djúpu og himnesku glitþræðir

Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Predikun

Enginn hroki er í elskunni

Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu

Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Predikun

Ógnvekjandi og yfirþyrmandi

Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Predikun

Ógnvekjandi og yfirþyrmandi

Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Predikun

Er hægt að rækta mildina?

Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Predikun

Hvenær er nóttin liðin og dagur runninn?

"Stef guðspjalls dagsins eru áþekk og í Davíðssálminum og Filippíbréfinu. Trú, von og kærleikur og einnig: Sorg, vanmáttur, varnarleysi og reiði."
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun