Hugvekja á aðventukvöldi í Seyðisfjarðarkirkju

Hugvekja á aðventukvöldi í Seyðisfjarðarkirkju

Ég var beðin um að deila með ykkur í kvöld svolitlu um þær jólahefðir sem ég ólst upp við í Miami. Það eru margar hefðir en ein er mér sérstaklega minnistæð og er mér mjög kær. Það er gjöfin að gefa.

Ég var beðin um að deila með ykkur í kvöld svolitlu um þær jólahefðir sem ég ólst upp við í Miami. Það eru margar hefðir en ein er mér sérstaklega minnistæð og er mér mjög kær. Það er gjöfin að gefa.

Hjá minni fjölskyldu í Miami byrjaði undirbúningur jólanna daginn eftir

Þakkargjörðardaginn eða sem við köllum‘‘Thanksgiving‘‘. Það fyrsta sem við

byrjuðum á að setja upp var Nativity, þ.e. fjárhús hinnar helgu fjölskyldu, hlaðan, Jesús í jötunni, María, Jósef og vitringarnir þrír. Verandi af rómenskum ættum þá er fæðingarfrásögnin eða Nativity einsog það kallast á ensku mikil þungamiðja jólanna. Þegar það var komið og búið að stilla því upp, þá kom tréð, síðan borðar og skreytingar.

Um kvöldið eftir að skreytingarnar voru komnar upp, þá söfnuðumst við fjölskyldan saman í stofunni. Önnur eldri systir mín átti gamlan, lítinn kassa, við höfðum skrifað öll nöfnin okkar í fjölskyldunni á lítla miða, brotið saman og sett í litla kassann. Síðan dróum við hvert og eitt miða upp úr litla kassanum og við áttum að kaupa gjöf handa þeim sem við drógum uppúr kassanum. Svipað og ‘‘Pollyana‘‘ ef einhver hér þekkir það. Mínar fyrstu fyrstu minningar af þessum viðburði voru tengdar smá kvíða, ég var lítil stelpa í skóla og hafði engar

tekjur, það var nú mín ábyrgð að kaupa jólagjöf fyrir fjölskyldumeðlim. Ég tók að mér auka hreingerningar heima fyrir í von um hærri vikupeninga svo ég gæti keypt gjöfina.

Í minni fjölskyldu hefur líka verið hefð fyrir því að ‘‘ greiða það áfram‘‘ eða ‘‘pay

it forward‘‘ einsog það kallast á engilsaxnesku. Það er að gera góðverk bara af því

að og ekki búast við neinu í staðinn. Ég held þegar ég hugsa til baka að þetta hafi

verið meira kringum jólin heldur en aðra tíma ársins. Mamma mín gaf fólki sem hún þekkti í raun ekki neitt jólagjafir, til dæmis þeim sem bar út póstinn, afgreiðslumanni í banka eða til þeirra sem komu og sóttu ruslið á ruslabílnum. Ég man að á þessum tíma fannst mér að þegar mamma var að gefa ókunnugu fólki smá gjafir að hún væri að taka af þeim peningum sem hún gat sett í gjöf handa mér og okkur í fjölskyldunni.

En þegar ég varð eldri þá gerðist eitthvað. Ég varð fyrir uppvakningu. Einn morgun

og algerlega að óvænt vaknaði ég við bíl sem var fyrir utan utan húsið hjá okkur.

Það var verið að bera út dagblaðið og sá sem bar út blaðið keyrði þau út í bílnum

sínum. En í þetta skipti sá ég að hann fór út úr bílnum sínum, eitthvað sem hann var

ekki vanur að gera. Venjulega köstuðu þeir blöðunum út um bílgluggann á ferð og

hægðu varla á sér, köstuðu í áttina að húsinu og stundum tók smá tíma að finna

dagblaðið. En í þetta skipti stoppaði hann, fór útúr bílnum og labbaði að

innkeyslunni okkar en mamma hafði skilið eftir litla gjöf fyrir hann úti. Ég sá hann tók

upp lítinn pakka og ég sá hvað andlit hans ljómaði, hann var eitt stórt bros. Ég man að mér fannst gaman að sjá hann gleðjast og mér leið vel.

Ég man þetta svo vel þó svo ég hafi ekki verið nema kannski 8-9 ára gömul, hann

var sá sem kom alltaf með dagblaðið, alla daga, sama hvernig veðrið var. Ég man

þetta sérstaklega vegna þess að ég var alltaf sú sem fór út og náði í dagblaðið á

morgnanna í innkeyrsluna en frá og með þessum degi var dagblaðið alltaf rétt fyrir

utan hurðina á góðum stað og vel gengið frá því. Ein lítil góðvild með lítilli ódýrri gjöf, því hún var sannarlega ekki dýr gjöf eða neitt sérstök, ég man í raun ekki lengur

hvað það var sem mamma gaf honum í þessum litla pakka. En málið er að ein litil

góðvild með lítilli gjöf leiddi til annarrar góðvildar. Sú staðreynd að ókunnugt fólk

lagði aðeins á sig til að leyfa ókunnugu fólki að líða vel með lítilli gjöf. Það skiptir máli og sérstaklega um jólin.

Síðan nokkrum árum seinna eftir að ég byrjaði í háskóla, þá oft sem áður átti ég

engan pening, ég vann samt sem áður með skólanum en skólagjöld í Háskóla í

Bandaríkjunum eru mjög há en ég var að reyna að borga þau með að vinna mikið

aukalega með skóla. Ég man ein jól sérstaklega þegar ég átti enga peninga, ég hafði

miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki gefið neinum í fjölskyldunni  jólagjafir,

mér fannst einsog ég hefði ekkert að gefa þar sem ég hefði ekki efni á því að gefa

gjafir. Ég var á spjalli við vin minn og var að segja honum hversu miklar áhyggjur

ég hefði af jólunum og geta ekki gefið jólagjafir. Hann sagði: ‘‘Hvað meinarðu að

þú hafir ekkert að gefa‘‘, hann sagði mér og að það væru hellingur af hlutum sem ég

gæti gefið sem gjöf sem kostaði ekki peninga.

Hann bað mig að koma með á aðfangadagskvöld með sér á svokallað ‘‘Soup

Kitchen‘‘ en það er staður sem fólk sem á ekki neitt og býr jafnvel á götunni fær að

borða. Svo það er það sem ég gerði. Ég fór með honum niður í miðbæ Miami, ég

labbaði í gamla, niðurnýdda byggingu í mjög slæmu hverfi í Miami. En inní þessu

gamla hröflega og niðurnýdda húsi sá fallegt jólatré með mikið af skreytingum og

ljósum á, og undir trénu var mikið af jólapökkum. Þetta var eitthvað svo fallegt og

kósý. Síðan löbbuðum við inní stóran matsal, fullum af borðum og stólum. Þar rétti

hann mér svuntu og hanska og sagði: ‘‘Gleðileg Jól‘‘ og takk fyrir gjöfina.

‘‘Gjöfina‘‘ sagði ég og skildi ekki neitt í neinu? Hann snéri mér að stóru borði, þar

voru fleiri sjálfboðaliðar að gefa fólki að borða. Ég tók við ausu og hjálpaði við að

setja á diskana, þetta var löng röð með mörgu af fólki sem átti ekkert. Þarna var ég

þá komin og á aðfangadagskvöldi, að gefa útigangsfólki að borða. Þegar ég hugsa

um svona þá man ég alltaf og hugsa til þess sem fjölskyldan mín talaði alltaf um og

gerði ‘‘greiða það áfram eða pay it forward‘‘. Svo hann hafði rétt fyrir sér, ég hafði

eitthvað að gefa eftir allt saman, minn tíma í að aðstoða fólk sem átti minna en ég.

Að greiða það áfram er svona helsta hefðin og sú sem mér þykir vænst um en að

sjálfsögðu voru svona frekar hefðbundnar hefðir hjá okkur einnig. Til dæmis á

aðfangadag fóru allir í kirkju um morguninn, síðan borðaði allur söfnuðurinn saman

morgunmat eftir guðsþjónustuna. Þar var oft glatt á hjalla og gaman að spjalla. Á

aðfangadagskvöld borðaði fjölskyldan öll saman, þegar ég var að alast upp var það

oftast kalkúnn sem var eldaður. Með kartöflumús og grænmeti. Í eftirrétt borðuðum

við eplaböku eða graskerfjaböku í stað salgætis, íss eða sætra eftirrétta. Eftir að allir

voru búnir að borða horfðum við svo á jólamyndir í sjónvarpinu en það eru nánast

allar sjónvarpsstöðvar með jólamyndir á aðfangadagskvöld svo úr mörgu var að velja. Á Jóladag,  25. Desember, þá opnum við gjafirnar. En það er löng

hefð fyrir því í Ameríku að opna gjafir á jóladag. Eftir að við höfðum opnað gjafirnar

þá slöppuðum við bara af það sem eftir var dagsins því flestir þurftu að mæta aftur

til vinnu daginn eftir. Það eru nefnilega mikið styttri frí kringum hátíðir þar heldur

en hér. T.d. er Jóladagur eini formlega frídagurinn kringum jólin.

 Nú hef ég bara stiklað á stóru en vonandi gefið ykkur smá innsýn hvernig þetta var hjá mér og minni fjölskyldu þegar ég ólst upp í Miami.

 Takk fyrir.

Sonia Stefánsson, forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar.